Davíð og Geir meðvitaðir um stöðu Kaupþings Karen Kjartansdóttir skrifar 9. mars 2013 18:09 Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, virðast hafa verið vel meðvitaðir um stöðu Kaupþings þegar ákveðið var að veita bankanum 500 milljóna evra lán án fullnægjandi trygginga. Þetta kemur fram í skýrslu fjárlaganefndar Alþingis sem birt var í dag. Skýrsla fjárlaganefndar til Alþingis um lánið sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi hf. 6. október 2008 var var lögð fram á Alþingi í morgun. Með lánveitingunni var stærsta hluta gjaldeyrisvaraforða Íslands á þeim tíma ráðstafað til bankans sem síðan var yfirtekin af Fjármálaeftirlitinu þremur dögum síðar. Lánið til Kaupþings var án skilyrða og veitt gegn veði sem var án veðbanda og kvaðalaust. Í skýrslunni segir að það liggi fyrir að við lánveitinguna hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar. Björn Valur Gíslason, er formaður fjárlaganefndar Alþingis vill fá upplýsingar um símtal Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra og Geirs Haarde þáverandi forsætisráðherra um lánveitinguna. Seðlabanki Íslands hefur neitað að afhenda upptöku af símtalinu þrátt fyrir ítrekaðar óskir fjárlaganefndarinnar. Nefndin komst því ekki áfram með málið og óskar því eftir því að forsetisnefnd taki málið í sýnar hendur og beiti þeim ráðum sem þingið hefur yfir að ráða í að leiða málið til lykta. "Og upplýsi um þetta mál sem er eitt af stærstu einstöku málum hrunsins, þetta er risavaxið mál og hafði miklar afleiðingar í för með sér - meðal annars þau að Seðlabankinn fór á hausinn, og ég og þú og aðrir skattgreiðendur eru að borga tapið," segir hann. Í niðurlagi skýrslunnar segir því næst að: í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir um aðdraganda hrunsins og falls íslenska fjármálakerfisins má draga þá ályktun að þörfina fyrir þrautavaralánið til Kaupþings hf. hafi ekki borið eins skyndilega að og upphaflega var talið. Því hafi aðdragandinn og þar með tækifæri Seðlabankans til að undirbúa lánveitinguna með nauðsynlegri skjalagerð verið rýmri en áður var talið. "Í fyrsta lagi verðum við að fá að vita hvers vegna þetta lán var veitt. Í hverju samráð þáverandi seðlabankastjóra og þáverandi forsætisráðherra var fólgið og skýringa á því. Vissulega gekk mikið á þessum dögum, þetta eru dagarnir sem efnahagskerfi landsins hrundi til grunna og endaði með því að Seðlabankinn fór þangað sömuleiðis. Það er skilningur á því en þetta er risavaxið mál og við þurfum bara að fá þessar upplýsingar." Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, virðast hafa verið vel meðvitaðir um stöðu Kaupþings þegar ákveðið var að veita bankanum 500 milljóna evra lán án fullnægjandi trygginga. Þetta kemur fram í skýrslu fjárlaganefndar Alþingis sem birt var í dag. Skýrsla fjárlaganefndar til Alþingis um lánið sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi hf. 6. október 2008 var var lögð fram á Alþingi í morgun. Með lánveitingunni var stærsta hluta gjaldeyrisvaraforða Íslands á þeim tíma ráðstafað til bankans sem síðan var yfirtekin af Fjármálaeftirlitinu þremur dögum síðar. Lánið til Kaupþings var án skilyrða og veitt gegn veði sem var án veðbanda og kvaðalaust. Í skýrslunni segir að það liggi fyrir að við lánveitinguna hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar. Björn Valur Gíslason, er formaður fjárlaganefndar Alþingis vill fá upplýsingar um símtal Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra og Geirs Haarde þáverandi forsætisráðherra um lánveitinguna. Seðlabanki Íslands hefur neitað að afhenda upptöku af símtalinu þrátt fyrir ítrekaðar óskir fjárlaganefndarinnar. Nefndin komst því ekki áfram með málið og óskar því eftir því að forsetisnefnd taki málið í sýnar hendur og beiti þeim ráðum sem þingið hefur yfir að ráða í að leiða málið til lykta. "Og upplýsi um þetta mál sem er eitt af stærstu einstöku málum hrunsins, þetta er risavaxið mál og hafði miklar afleiðingar í för með sér - meðal annars þau að Seðlabankinn fór á hausinn, og ég og þú og aðrir skattgreiðendur eru að borga tapið," segir hann. Í niðurlagi skýrslunnar segir því næst að: í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir um aðdraganda hrunsins og falls íslenska fjármálakerfisins má draga þá ályktun að þörfina fyrir þrautavaralánið til Kaupþings hf. hafi ekki borið eins skyndilega að og upphaflega var talið. Því hafi aðdragandinn og þar með tækifæri Seðlabankans til að undirbúa lánveitinguna með nauðsynlegri skjalagerð verið rýmri en áður var talið. "Í fyrsta lagi verðum við að fá að vita hvers vegna þetta lán var veitt. Í hverju samráð þáverandi seðlabankastjóra og þáverandi forsætisráðherra var fólgið og skýringa á því. Vissulega gekk mikið á þessum dögum, þetta eru dagarnir sem efnahagskerfi landsins hrundi til grunna og endaði með því að Seðlabankinn fór þangað sömuleiðis. Það er skilningur á því en þetta er risavaxið mál og við þurfum bara að fá þessar upplýsingar."
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira