Lífið

Dave Chappelle á landinu: Borðaði á Kol og drakk á Kalda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dave Chappelle er mættur á klakann.
Dave Chappelle er mættur á klakann. vísir/getty
Bandaríski grínistinn Dave Chappelle og leikkonan Tessa Thompson eru stödd saman á landinu en þau snæddu á veitingastaðnum Kol í gærkvöldi. Þegar þau höfðu lokið við kvöldmatinn var förinni heitið á Kalda bar þar sem vinirnir fengu sér nokkur vínglös.

Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Chappelle er 41 árs sló fyrst í gegn í byrjun tíunda áratugarins og lék hann til að mynda í kvikmyndum á borð við The Nutty Professor, Con Air, Half Baked og Undercover Brother. Hann er þekktastur fyrir grínþætti sína Chappelle's Show sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Comedy Central.

Tessa Thompsonvísir/getty
Þátturinn hóf göngu sína árið 2003 og fór lokaþátturinn í loftið árið 2006. Chappelle hafnaði samningi sem hljóðaði upp á 55 milljónir Bandaríkjadali eða því sem samsvarar rúmlega sjö milljarða íslenskra króna fyrir að halda áfram með þáttinn. Upp úr því byrjaði mikið fjölmiðlafár og voru aðdáendur þáttarins ekki parhrifnir.

Tessa Thompson er 31 árs leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Veronica Mars þar sem hún fór með hlutverk Jackie Cook. Thompson hefur einnig komið fram í þáttunum Heroes, Private Practice og Grey's Anatomy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×