Innlent

Danir fjalla um fannfergið í Reykjavík

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Snjóþykktin í dag mældist rúmur hálfur metri.
Snjóþykktin í dag mældist rúmur hálfur metri. Vísir/Sigurjón
Hið mikla fannfergi sem nú er í Reykjavík er til umfjöllunar á vef dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Greinina skrifar veðurfréttamaðurinn Anders Brandt en í henni segir að hér hafi allt verið í lamasessi í dag vegna snjóþyngslanna.

Snjódýptin mældist 51 sentimetri í dag en um er að ræða mestu dýpt á höfuðborginni í febrúar frá upphafi mælinga. 

Í greininni má einnig líta myndband sem danskur nemi, búsettur á Íslandi, sendi sjónvapsstöðinni.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er ekki von á áframhaldandi snjókomu á næstu dögum. Léttskýjað verður en talsvert frost.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×