Sport

Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dana og Conor er allt var í góðu.
Dana og Conor er allt var í góðu. vísir/getty
UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi.

Jon Jones er væntanlega fallinn á lyfjaprófi og mun því ekki keppa við Daniel Cormier. Þetta er gríðarlegur skellur fyrir UFC.

Upprunalega átti bardagi Conor McGregor og Nate Diaz að verða aðalbardagi kvöldsins. Íranum McGregor var aftur á móti hent af bardagakvöldinu þar sem hann mætti ekki til að uppfylla fjölmiðlaskyldur í Las Vegas.

Þá vildi hann frekar æfa með Gunnari Nelson á Íslandi. Lætin urðu svo mikil að McGregor sagðist vera hættur að berjast. Sú dramatík stóð þó aðeins yfir í tvo daga.

Þrátt fyrir boð um að koma til baka þá stóð Dana White, forseti UFC, fastur á því að hleypa Conor ekki aftur á bardagakvöldið.

Þjálfari Conors og Gunnars, John Kavanagh, velti því fyrir sér á Twitter hvort UFC sæi ekki eftir þessum hörðu viðbrögðum í garð Írans þar sem ekkert yrði af bardaga Cormier og Jones.

Dana White fylgist með orðum Kavanagh og var fljótur að svara honum með orðinu: Zero. Hvort allir trúi því er svo annað mál.

MMA

Tengdar fréttir

Conor fær ekki að keppa á UFC 200

Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200.

Takk fyrir minningarnar, Conor

Vísir setti saman gæsahúðarmyndband í tilefni af því að Conor McGregor er hættur í MMA.

Conor segist vera hættur

Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC

Írinn Conor McGregor sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segist ekki vera formlega hættur í MMA og segist enn vera til í að keppa í sumar. Málið er samt ekki svo einfalt að hann sé á leið út til Las Vegas í dag og allt sé í góðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×