Innlent

Dagpeningar ríkisstarfsmanna vegna ferðalaga innanlands lækka

Atli Ísleifsson skrifar
Dagpeningar fyrir gisting og fæði í einn sólarhring verða 24.900 krónur, en voru áður 31.300 krónur.
Dagpeningar fyrir gisting og fæði í einn sólarhring verða 24.900 krónur, en voru áður 31.300 krónur. Vísir/Valli
Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins.

Dagpeningar fyrir gisting og fæði í einn sólarhring verða 24.900 krónur, en voru áður 31.300 krónur.

Dagpeningar fyrir gisting í einn sólarhring verða 14.100 krónur en voru áður 20.500 krónur.

Dagpeningar fyrir fæði hvern heilan dag, í minnst tíu tíma ferðalagi, verða 10.800 krónur, sem er óbreytt frá því sem áður var. Dagpeningar fyrir fæði í hálfan dag, á minnst sex tíma ferðalagi verður áfram 5.400 krónur.

Í fréttatilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að dagpeningar þessir gildi frá og með 1. október 2014. „Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 1/2014 dags. 30. maí 2014.“

Ferðakostnaðarnefnd fer þess á leit við ráðuneyti og stofnanir að viðmiðunarfjárhæðir um greiðslur dagpeninga um gistingu og veitingar verði kynntar starfsfólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×