Innlent

Dagpeningar ríkisstarfsmanna hækka um allt að 57%

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalagi hækka um mánaðarmótin.
Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalagi hækka um mánaðarmótin. vísir/vilhelm
Ferðakostnaðarnefnd ríkisins hefur hækkað dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins. Þar sem hækkunin er mest nemur hún rúmlega helmingi.

Mest er hækkunin fyrir gistingu í einn sólarhring en dagpeningar fyrir hana voru áður 14.100 krónur en verða 22.200 krónur frá og með 1. júní næstkomandi. Þurfi starfsmenn einnig á fæði að halda á meðan gistingu stendur fá þeir 33.100 krónur eftir mánaðarmót en fengu 24.900 krónur áður.

Matarpeningar fyrir heilan dag hækka um hundrað krónur og verða 10.900 krónur en fæði fyrir hálfan dag verður helmingi lægra. Það er örlítil hækkun upp á fimmtíu krónur.

Í framhaldi af því má nefna að ríkisstjórn Íslands gerir ráð fyrir því að það kosti um 745 krónur á dag að fæða einstakling. Reiknað er með því að hver fjölskylda verji tæpum 3.000 krónum á dag en þá kostar máltíðin 250 krónur á hvern einstakling. Þetta má sjá af forsendum síðasta fjárlagafrumvarps.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×