Innlent

Dæmdar bætur eftir að hafa verið sagt upp vegna yfirvofandi niðurskurðar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Maðurinn fékk ekki að halda vinnunni þrátt fyrir að ekki þyrfti að skera niður.
Maðurinn fékk ekki að halda vinnunni þrátt fyrir að ekki þyrfti að skera niður. Vísir / Hörður
Löggiltur endurskoðandi sem starfaði hjá skattrannsóknarstjóra fékk í dag dæmdar 6,5 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar uppsagnar hans úr starfi hjá stofnunni.

Manninum var sagt upp vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjárframlögum til embættisins sem síðar var dreginn til baka. Maðurinn fékk hinsvegar ekki að halda vinnunni þrátt fyrir að ekki þyrfti að skera niður.

Hæstiréttur telur að fjártjón mannsins vegna uppsagnarinnar hafi verið sex milljónir króna. Var horft til þess við ákvörðun bóta að maðurinn var 62 ára þegar honum var sagt upp og að leggja þyrfti til grundvallar að á þeim aldri sé almennt erfitt að koma að nýju undir sig fótunum á almennum vinnumarkaði. Auk þessa fjártjóns voru manninum dæmdar 500 þúsund krónur í miskabætur.

Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum 5,3 milljónir í bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×