LAUGARDAGUR 3. DESEMBER NÝJAST 23:30

Körfuboltakvöld: Fannar skammar | „Ţetta er ekki fallegt“

SPORT

Coughlin hćttir en Pagano fékk nýjan samning

 
Sport
11:30 05. JANÚAR 2016
Coughlin í sínum síđasta leik sem ţjálfari Giants.
Coughlin í sínum síđasta leik sem ţjálfari Giants. VÍSIR/GETTY

NY Giants er í leit að nýjum þjálfara en Tom Coughlin ákvað að stíga niður úr brúnni í gær eftir tólf ár sem þjálfari liðsins.

„Ég sagði eigendum félagsins að það væri félaginu fyrir bestu að ég myndi stíga niður núna. Ég trúi því að þetta sé rétti tíminn til þess að hætta. Það hefur verið heiður að þjálfa hjá þessu félagi og þetta er enginn sorgardagur hjá mér," sagði hinn 69 ára gamli Coughlin sem líklega hefur nú lokið keppni í NFL-deildinni. Hann segist þó vera opinn fyrir því að þjálfa áfram.

Hann byrjaði að þjálfa í NFL-deildinni árið 1984. Þá sem útherjaþjálfari hjá Philadelphia. Hann var svo hjá Packers og Giants áður en hann tók við sem aðalþjálfari Jacksonville árið 1995. Hann var rekinn árið 2002 og fór svo til Giants árið 2004.

Giants hefur ekki náð jákvæðum árangri þrjú ár í röð og endaði tímabilið í ár 6-10. Undir stjórn Coughlin vann liðið tvo Super Bowl-leiki en hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan liðið vann titilinn árið 2011.

Flestir áttu von á því að Chuck Pagano yrði rekinn frá Indianapolis Colts í glr og það kom því mikið á óvart er hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við félagið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Coughlin hćttir en Pagano fékk nýjan samning
Fara efst