Enski boltinn

Costa: Ég þarf að passa mig því sömu lög gilda ekki um mig og aðra

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego Costa má spila aftur um helgina.
Diego Costa má spila aftur um helgina. vísir/getty
Diego Costa, framherji Chelsea, segist ætla að passa sig betur á að lenda ekki í vandræðum innan vallar í ensku úrvalsdeildinni því sömu lög gilda ekki um hann og aðra.

Costa snýr aftur úr þriggja leikja banni á Englandi um helgina sem hann var úrskurðaður í fyrir að traðka á Emre Can, leikmanni Liverpool, í deildabikarleik.

Framherjinn, sem búinn er að skora 17 mörk í 20 leikjum í úrvalsdeildinni, snýr aftur í tæka tíð fyrir úrslitaleik deildabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Þar mætir Chelsea nágrönnum sínum í Tottenham.

Costa traðkar á Can:


„Ég ætla ekki að breyta því hvernig ég spila leikinn,“ sagði Costa við blaðamenn.

„Ég veit samt að ég þarf að passa mig betur því það er ekki það sama þegar ég geri eitthvað og þegar einhver annar gerir eitthvað af sér. Það er talað mun meira um það sem ég geri og því verð ég að passa mig betur.“

„Ég ætla samt aldrei að breyta mínum leikstíl. Hann hefur komið mér þetta langt. Er ég enn reiður vegna leikbannsins? Nei, ekki lengur. Nú vil ég bara komast aftur í leikform,“ segir Diego Costa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×