Sport

Conor lofar að koma fram hefndum gegn Nate Diaz | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þetta verður áhugaverður bardagi.
Þetta verður áhugaverður bardagi. mynd/skjáskot
Íslandsvinurinn og vélbyssukafturinn Conor McGregor snýr aftur í búrið 20. ágúst þegar hann mætir Nate Diaz öðru sinni í veltivigtarbardaga á UFC 202 bardagakvöldinu í Las Vegas.

Eftir sjö sigra í röð í UFC þurfti Conor að játa sig sigraðan gegn Diaz þegar þeir börðust í mars en Bandaríkjamaðurinn tók Írann ansi illa. Hann var gestur Conans O'Brien í gærkvöldi og fékk skilaboð frá Conor.

„Sæll, Conan. Afsakaðu að ég komst ekki í þáttinn í þessari viku en sem gjöf til þín sendi ég Nate í staðinn,“ sagði Conor. „Ég vona bara að hann sé ekki á sviðinu í þessum heimska svarta bol sem hann er alltaf í. Strákurinn er búinn að vera í þessum sama bol í 20 ár.“

„Ég tek þennan bardaga mjög alvarlega og er því búinn að fljúga til Vegas mönnum til að æfa með mér sem eru háir og grannir eins og Nate. Strákurinn vann lottóið síðast. Ég veit það og hann veit það en 20. ágúst kem ég fram hefndum og ég hlakka til þess,“ sagði Conor McGregor.

Írinn las leikinn rétt því Diaz var vissulega í uppáhaldsbolnum sínum en hann var ekki alveg á því að Conor myndi koma fram hefndum.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×