Lífið

Colin Farrell leikur í True Detective

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Leikarinn Colin Farrell segir í samtali við írska dagblaðið The Sunday World að hann sé búinn að landa hlutverki í annarri seríu af True Detective.

„Ég er svo spenntur,“ segir leikarinn en fyrsta serían, með þeim Matthew McConaughey og Woody Harrelson í aðalhlutverkum, sló rækilega í gegn. Þátturinn naut gríðarlegra vinsælda á Íslandi og ekki skemmdi fyrir að íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson fór með lítið hlutverk í þáttunum.

„Ég veit að ég verð í átta þáttum og að tökur standa yfir í fjóra eða fimm mánuði. Ég veit mjög lítið um þetta,“ segir Colin og bætir við að tökur verði í nágrenni Los Angeles.

Matthew og Woody snúa ekki aftur í seríu tvö en margir leikarar hafa verið nefndir sem líklegir til að hreppa hlutverk í seríunni, svo sem Taylor Kitsch, Vince Vaughn og Elisabeth Moss. Þá var Jessica Chastain orðuð við hlutverk í þáttunum en hún hefur neitað því.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×