Enski boltinn

Clattenburg dæmir bikarúrslitaleikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Clattenburg hendir hér rauða spjaldinu á loft.
Clattenburg hendir hér rauða spjaldinu á loft. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að Mark Clattenburg muni halda um flautuna í bikarúrslitaleik Man. Utd og Crystal Palace á Wembley þann 21. maí næstkomandi.

Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur Clattenburg en hann hefur dæmt í ensku úrvalsdeildinni síðan 2004.

„Allir dómarar leggja mikið á sig í von um að fá að dæma einn virtasta og mikilvægasta leik heims,“ sagði Clattenburg.

„Maður setur sér markmið fyrir hvert tímabil og mitt takmark var að fá að dæma bikarúrslitaleikinn. Þetta er mikill heiður fyrir mig.“

Clattenburg dæmdi úrslitin í deildabikarnum á milli Liverpool og Cardiff árið 2012. Hann dæmdi líka úrslitaleikinn á ÓL sama ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×