Enski boltinn

City vill halda Guardiola og láta hann byggja upp stórveldi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola má vera ánægður með frammistöðu Manchester City á tímabilinu.
Pep Guardiola má vera ánægður með frammistöðu Manchester City á tímabilinu. vísir/getty
Forráðamenn Manchester City ætla að ræða við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra liðsins, um nýjan samning eftir tímabilið.

Guardiola gerði þriggja ára samning við City í fyrra. Menn þar á bæ vilja skiljanlega halda Spánverjanum og fá hann til að framlengja samning sinn við félagið.

Guardiola hefur aldrei verið meira en fjögur ár við stjórnvölinn hjá liði. City-menn vilja hins vegar halda honum um ókomin ár og fá hann til að búa til stórveldi, svipað eins og Sir Alex Ferguson gerði hjá Manchester United.

City hefur unnið 16 leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni, sem er met, og er með 11 stiga forskot á toppnum.

City rúllaði yfir Tottenham, 4-1, á laugardaginn. Næsti leikur liðsins er gegn Leicester City í deildabikarnum annað kvöld.


Tengdar fréttir

Guardiola bestur þriðja mánuðinn í röð

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var valinn stjóri nóvember-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem Guardiola hlýtur þessa viðurkenningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×