Fótbolti

Cillessen hefur aldrei varið vítaspyrnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Jasper Cillesen hafði aldrei varið vítaspyrnu fyrir leikinn gegn Argentínu í kvöld og það breyttist ekki.

Cillessen varði mark hollenska liðsins á HM í Brasilíu en var skipt af velli fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Kostaríku í fjórðungsúrslitum.

Tim Krul kom þá inn á og tryggði Hollandi sæti í undanúrslitum með því að verja tvær spyrnur.

Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, notaði hins vegar allar þrjár skiptingarnar í kvöld áður en framlengingunni lauk og því kom það í hlut Cillessen að standa vaktina.

Argentínumenn nýttu hins vegar sínar spyrnur en Sergio Romero, markvörður Argentínu, varði tvær spyrnur Hollands.

Cillessen leikur með Ajax í Hollandi og hefur mistekist að verja víti á sínum atvinnumannaferli. Hann hefur fengið átta vítaspyrnumörk á sig í hollensku úrvalsdeildinni, þrjú í Meistaradeild Evrópu og nú sex í heimsmeistarakeppninni.


Tengdar fréttir

Vlaar: Ég var ekki stressaður

Ron Vlaar átti frábæran leik í hollensku vörninni en fór illa að ráði sínu í vítaspyrnukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×