Enski boltinn

Chelsea og Tottenham mætast í undanúrslitunum á Wembley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enska knattspyrnusambandið var ekki að bíða neitt með því að draga í undanúrslit ensku bikarkeppninnar en það var gert strax í kvöld eftir að Chelsea varð fjórða og síðasta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslitin á Wembley.

Manchester og Arsenal komust í undanúrslitin á laugardaginn og Tottenham í gær. Chelsea sló úr bikarmeistara Manchester United í kvöld og var því í pottinum.

Ruud Gullit, fyrrum leikmaður og stjóri Chelsea og Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, sáu um að draga að þessu sinni.

Chelsea dróst á móti Tottenham og Arsenal mætir Manchester City.

Það var því enginn Norður-London slagur hjá Tottenham og Arsenal en þau gæti mögulega mæst í úrslitaleiknum.  Tottenham fá í staðinn Lundúnaslag á móti Chelsea en þetta eru einmitt tvö efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni eins og staðan er í dag.

Undanúrslitaleikirnir fara fram á Wembley-leikvanginum helgina 22. til 23. apríl næstkomandi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×