Enski boltinn

Carver hræddur við stuðningsmenn Newcastle

John Carver.
John Carver. vísir/getty
Það eru erfiðir dagar hjá stjóra Newcastle, John Carver, um þessar mundir og hann hefur nú beðið félagið um meiri vernd.

Newcastle tapaði um helgina sínum sjöunda leik í röð og er aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

Stuðningsmenn félagsins hafa látið hann fá það óþvegið og létu ekki sitt eftir liggja um helgina. Carver þolir ekki meiri skammir og vill að félagið geri eitthvað í málunum.

„Ég ætla ekki að standa þarna og láta hrauna yfir mig allan leikinn. Félagið verður að gera eitthvað í þessu," sagði Carver reiður.

„Ég vissi alltaf að þetta yrði ekkert auðvelt. Stundum er erfitt að standa á hliðarlínunni og hlusta á það sem fólk er að segja. Fólk kemst upp með að haga sér eins og að vill og það er engin vernd fyrir þessu fólki."

Carver tók við starfinu í desember síðastliðnum og hefur ekki átt sjö dagana sæla í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×