Enski boltinn

Burnley greiðir metfé fyrir írskan landsliðsmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hendrick í leik gegn Belgum á EM í Frakklandi.
Hendrick í leik gegn Belgum á EM í Frakklandi. vísir/epa
Burnley festi kaup á írska miðjumanninum Jeff Hendrick frá Derby County í dag.

Burnley greiddi Derby rúmar 10 milljónir punda fyrir Hendrick sem er það mesta sem félagið hefur greitt fyrir leikmann.

Hendrick, sem er 24 ára, skrifaði undir þriggja ára samning við Burnley sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni.

Hendrick hefur leikið 25 landsleiki fyrir Írland en hann byrjaði alla fjóra leiki írska liðsins á EM í Frakklandi.

Hendrick gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Burnley þegar liðið tekur á móti Hull City laugardaginn 10. september næstkomandi. Burnley er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×