Innlent

Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“

Birgir Olgeirsson skrifar
Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. Vísir/Vilhelm
„Er þetta ekki bara í samræmi við lögin sem kjararáð starfar eftir?,“ spyr Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á móti þegar Vísir spyr hann út í ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna um 340 þúsund krónur á mánuði.

„Ég geri bara ráð fyrir að þetta sé í samræmi við lög og reglur og almenna launahækkun í landinu. Ef svo er þá geri ég engar athugasemdir við þetta, finnst þetta hið besta mál,“ segir Brynjar.

Leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa sagt að svona miklar launahækkanir, um tæp 45 prósent á einu bretti, muni ógna stöðugleika á vinnumarkaði.

Brynjar segist ekki deila þeim áhyggjum. „Ef þetta er bara sama hækkun hlutfallslega og aðrir eru að fá, fylgir bara launavísitölunni, þá er þetta ekki einhver ógnun, ekki fyrir einhverja 63 menn held ég,“ segir Brynjar en þingmenn eru 63 talsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×