Innlent

Brynja Hlíf fær mikinn stuðning alls staðar að

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Brynja Hlíf og fjölskylda hennar eru bjartsýn á að batinn haldi áfram.
Brynja Hlíf og fjölskylda hennar eru bjartsýn á að batinn haldi áfram.
Brynja Hlíf Hjaltadóttir sem lenti í alvarlegu mótorkrossslysi í Noregi fyrir rúmum tveimur vikum kom heim til Íslands síðastliðinn fimmtudag og dvelur nú á Barnaspítala Hringsins.

Hjalti Úrsus Árnason, faðir Brynju, segir að hún sé ekki enn komin með tilfinningu í fæturna en sé engu að síður alveg ótrúlega hress.

„Við erum bjartsýn á að batinn haldi áfram,“ segir Hjalti. „Við erum búin að fá svo mikinn stuðning frá mótorkrosssamfélaginu og frá Crossfit Reykjavík þar sem Brynja er að æfa. Þá ætlar Gunnar Nelson að bjóða upp hanska fyrir hana frá seinasta bardaga sem hann vann.“

Styrktarkeppni var haldin fyrir Brynju Hlíf síðastliðinn laugardag í Kópavogi og segir Hjalti að metþátttaka hafi verið í keppninni og mikil stemning.

„Við fórum og tókum myndir og sýndum Brynju sem var ótrúlega ánægð með þetta allt saman,“ segir hann.

Hjalti segir fjölskylduna þakka fyrir að Brynja sé á lífi.

„Nú bíðum við bara eftir að hún hefji endurhæfingu.“

Hjalti bendir á að opnuð hefur verið styrktarsíða og söfnunarreikningur fyrir Brynju en allar upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Team Brynja Hlíf #558.


Tengdar fréttir

Styrktarkeppni fyrir Brynju Hlíf

Vélhjólaíþróttafélagið VÍK hefur ákveðið að setja á laggirnar styrktarkeppni fyrir Brynju Hlíf sem slasaðist alvarlega í mótorkrossslysi í Noregi á þriðjudaginn í seinustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×