Innlent

Brúðhjón glöddu Barnaspítalann í stað þess að þiggja gjafir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brúðhjónin komu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins.
Brúðhjónin komu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins.
Ung brúðhjón, Friðrik Arilíusson og Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir sem giftu sig 27. nóvember síðastliðinn, kusu frekar að láta Barnaspítala Hringsins njóta stuðnings en fá gjafir í tilefni dagsins.

Hjónin hafa nú fært Barnaspítalanum fullkominn Masimo súrefnismettunarmæli og leikstofunni ýmsar gjafir. Íris Ösp og Friðrik báðu vini og vandamenn að leggja frekar inn litla upphæð á reikning í þágu Barnaspítala Hringsins en færa þeim gjafir á brúðkaupsdaginn.

Brúðhjónin söfnuðu þannig 315 þúsund krónur og fyrir þá upphæð fengust gjafirnar góðu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×