Enski boltinn

Bruce kemur Balotelli í varnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Mario Balotelli, leikmaður Liverpool, hefur verið mikið fréttunum þessa vikuna. Bæði hefur hann verið gagnrýndur fyrir slæma frammistöðu inni á vellinum og svo tók steininn úr þegar hann skiptist á treyjum við Pepe, leikmann Real Madrid, í hálfleik í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Balotelli er í kastljósi fjölmiðlanna en hann hefur ávallt verið umdeildur og mikið gagnrýndur - hvort sem er hjá AC Milan, Inter, Manchester City eða nú Liverpool.

Steve Bruce, stjóri Hull, kom þó Balotelli til varnar en Bruce mætir með lærisveina sína á Anfield á morgun þar sem liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni.

„Það er ekki mitt að tjá mig um leikmenn annarra liða en svo virðist sem að hann hafi fengið ansi vænlega á baukinn síðustu dagana,“ sagði Bruce.

„Mér virðist slíkt alltaf fremur ósanngjarnt. Það er alltaf einhver blóraböggull tekinn fyrir og hann er í sviðsljósi fjölmiðlanna núna. Það finnst mér ávallt ósanngjarnt.“

„Kannski hjálpaði ekki til að skiptast á treyjum [við Pepe] en mér fannst hann standa sig þokkalega í þessum leik. Það hefur verið mikið gert úr treyjumálinu en þetta hefur tíðkast í mörg ár. Þetta þykir kannski ekki eðlilegt hér í Englandi en það er mikið gert af þessu úti og þeir leiða hugann ekkert að því.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×