Sport

Brown fór ekki með til London

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Josh Brown.
Josh Brown. vísir/getty
Sparkaði NY Giants, Josh Brown, viðurkenndi í dagbókarskrifum að hafa gengið í skrokk á eiginkonu sinni og sú uppljóstrun í gær var fljót að hafa afleiðingar.

Giants í leik í London um helgina og félagið ákvað að skilja sparkarann eftir í Bandaríkjunum. Þeir sömdu við fyrrum sparkara Chicago, Robbie Gould, og hann er mættur til London.

Í yfirlýsingu Giants segir að Brown hafi verið að leita sér aðstoðar lengi vegna sinna vandamála.

Í gær kom einnig í ljós að NFL-deildin hefði haft vitneskju um þessar upplýsingar í marga mánuði en ekkert gert í málinu. Enn eitt höggið fyrir yfirmenn deildarinnar.

Það kemur svo væntanlega í ljós í næstu viku hvort Brown haldi starfi sínu eður ei.

Leikur Giants gegn LA Rams í London verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn klukkan 13.30.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×