Sport

Bronsmaðurinn Björgvin: „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgvin Karl náði besta árangri sem íslenskur karlmaður hefur náð í Crossfit. Myndin er af Instagram síðu Björgvins Karls.
Björgvin Karl náði besta árangri sem íslenskur karlmaður hefur náð í Crossfit. Myndin er af Instagram síðu Björgvins Karls.
Björgvin Karl Guðmundsson, sem hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum í Crossfit, ætlar að kaupa sér svartan Mercedes Benz til að verðlauna sjálfan sig. Frábær frammistaða Björgvins í síðustu greinunum skiluðu honum upp í þriðja sætið.

Björgvin tók einnig þátt í keppninni í fyrra og hafnaði þar í 26. sæti. Hvergerðingurinn 23 ára bætti sig því svakalega á milli ára. Uppskeran er persónulega mikilvæg enda hefur Björgvin Karl lagt mikið á sig undanfarin ár við æfingar og fórnað miklu.

„Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri,“ segir Björgvin í viðtali við fulltrúa DV í Los Angeles. Keppni lauk seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en leikarnir fara fram í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna.

Kaupir sér Benz

Björgvin Karl fær um átta milljónir króna í sinn hlut fyrir að hafna í þriðja sæti í karlakeppninni. Hann hafði líst því yfir að hann ætlaði að kaupa sér Benz næði hann góðum árangri í L.A.

„Ég átti svartan Benz þegar ég var 17 eða 18 ára. Keyrði á honum til Reykjavíkur fram og til baka hvern einasta dag til að fara á æfingar hjá Crossfit Reykjavík,“ segir Björgvin Karl.

Bíllinn var hins vegar of eyðslumikill og seldi Björgvin Karl bílinn til að geta áfram stundað æfingar í Reykjavík.

„Vonandi get ég núna endurheimt hann og rúmlega það.“


Tengdar fréttir

Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum

Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×