Enski boltinn

Brodgers: Vorum heppnir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodgers á hliðarlínunni í dag.
Rodgers á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að sínir menn hafi verið stálheppnir að fara með stigin þrjú frá Loftus Road í dag.

Leikurinn var hin mesta skemmtun, en QPR jafnaði metin í tvígang undir lok leiks. Rauðklæddir gestirnir sýndu hins vegar mikinn karakter og náðu að knýja fram sigur á lokamínútunum, 2-3.

„QPR átti ekki skilið að tapa. Við vorum heppnir, en þetta sýndi svakalegan karakter hjá okkur," sagði Rodgers í leikslok.

„QPR átti skilið eitthvað úr þessum leik. Heilt yfir, vorum við heppnir."

Joe Allen og Coutinho komu inná og gáfu okkur aukin kraft. Við byrjuðum að skapa fleiri færi. Raheem Sterling var einnig frábær," sagði Norður-Írinn í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×