Enski boltinn

Breytt lið hjá Króatíu en mennirnir sem skora mörkin eru með

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Domagoj Duvnjak er aðalstjarna Króatíu.
Domagoj Duvnjak er aðalstjarna Króatíu. vísir/getty
Strákarnir okkar mæta Króatíu í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í Póllandi á morgun, en tap gæti þýtt að þeir fari heim eftir riðakeppnina.

Þrátt fyrir tapið skelfilega á móti Hvíta-Rússlandi í gær getur íslenska liðið enn farið með fullt hús stiga upp í milliriðilinn.

Króatíska liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Noregi í annarri umferð riðilsins eftir að vinna sannfærandi sigur á Hvíta-Rússlandi í fyrstu umferð.

Króatarnir koma með svolítið breytt lið til leiks frá HM í Katar, en sex leikmenn sem voru með á HM í fyrra eru ekki með liðinu í Póllandi.

Engu að síður eru mennirnir sem skoruðu mörkin með króatíska liðinu. Króata skoraði í heildina 258 mörk á HM í fyrra, en þeir leikmenn sem eru mættir til Póllands skoruðu 205 af þeim eða 80 prósent markanna.

Króatar sakna helst línumannsins Igors Vori sem skoraði þó ekki nema 15 mörk og Luka Stepancic sem skoraði þrettán mörk. Í heildina skoruðu leikmennirnir sex sem ekki eru með að þessu sinni 53 mörk í Katar.

Vinni Noregur lið Hvíta-Rússlands á morgun í leik sem fer fram á undan leik Íslands og Króatíu verður leikur strákanna okkar upp á allt eða ekkert.

Sigur Íslands myndi þá þýða að okkar menn fari í milliriðlana með fjögur stig eða fullt hús og Króatía færi afar óvænt heim. Tapi íslenska liðið fyrir Króatíu og vinni Noregur þá fara okkar menn heim á morgun.


Tengdar fréttir

Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið

Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir.

Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina

"Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×