MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Breytt liđ hjá Króatíu en mennirnir sem skora mörkin eru međ

 
Enski boltinn
22:45 18. JANÚAR 2016
Domagoj Duvnjak er ađalstjarna Króatíu.
Domagoj Duvnjak er ađalstjarna Króatíu. VÍSIR/GETTY

Strákarnir okkar mæta Króatíu í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í Póllandi á morgun, en tap gæti þýtt að þeir fari heim eftir riðakeppnina.

Þrátt fyrir tapið skelfilega á móti Hvíta-Rússlandi í gær getur íslenska liðið enn farið með fullt hús stiga upp í milliriðilinn.

Króatíska liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Noregi í annarri umferð riðilsins eftir að vinna sannfærandi sigur á Hvíta-Rússlandi í fyrstu umferð.

Króatarnir koma með svolítið breytt lið til leiks frá HM í Katar, en sex leikmenn sem voru með á HM í fyrra eru ekki með liðinu í Póllandi.

Engu að síður eru mennirnir sem skoruðu mörkin með króatíska liðinu. Króata skoraði í heildina 258 mörk á HM í fyrra, en þeir leikmenn sem eru mættir til Póllands skoruðu 205 af þeim eða 80 prósent markanna.

Króatar sakna helst línumannsins Igors Vori sem skoraði þó ekki nema 15 mörk og Luka Stepancic sem skoraði þrettán mörk. Í heildina skoruðu leikmennirnir sex sem ekki eru með að þessu sinni 53 mörk í Katar.

Vinni Noregur lið Hvíta-Rússlands á morgun í leik sem fer fram á undan leik Íslands og Króatíu verður leikur strákanna okkar upp á allt eða ekkert.

Sigur Íslands myndi þá þýða að okkar menn fari í milliriðlana með fjögur stig eða fullt hús og Króatía færi afar óvænt heim. Tapi íslenska liðið fyrir Króatíu og vinni Noregur þá fara okkar menn heim á morgun.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Breytt liđ hjá Króatíu en mennirnir sem skora mörkin eru međ
Fara efst