Innlent

Breytingar á forystu Sjálfstæðisflokksins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson mun bjóða sig fram á fundinum.
Guðlaugur Þór Þórðarson mun bjóða sig fram á fundinum.
Á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer á laugardag í næstu viku mun miðstjórn flokksins leggja fram tillögur að skipulagsbreytingum.

Samkvæmt heimildum Vísis mun miðstjórn leggja til að embætti 2. varaformanns Sjálfstæðisflokksins verði lagt niður en þess í stað verður ritari kjörinn. Kosið verður um embættið á fundinum og heimildir Vísis herma að Guðlaugur Þór hyggist gefa kost á sér.

Einungis einn maður hefur gegnt embætti 2. varaformanns flokksins, en það er Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Hann var kjörinn í embættið í mars 2012, áður en hann varð heilbrigðisráðherra.

Í skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins segir að annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins sé staðgengill formanns og varaformanns í fjarveru þeirra. Hann skuli ekki gegna ráðherraembætti á vegum flokksins og skuli segja af sér taki hann við ráðherraembætti. Ekki hefur verið kosinn nýr varaformaður eftir að Kristján tók við ráðherrastöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×