Innlent

Borholublástur truflar Hvergerðinga

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hverasvæði í Hveragerði.
Hverasvæði í Hveragerði. Vísir/Valli
Bæjarráð Hveragerðis vill viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur um framtíðarlausnir vegna ónæðis af blæstri borhola í bæjarfélaginu.

Málið hófst með undirskriftalista 26 íbúa nærri Hveragarðinum þar sem óskað var eftir því að lausn yrði fundin á hávaða sem reglulega bærist frá borholu á hverasvæðinu. Bæjaryfirvöld funduðu þá með fulltrúum Orkuveitunnar og gerðu þeim „grein fyrir alvöru málsins“ eins og segir í fundargerð bæjarráðs.

„Strax í kjölfar þess fundar var skrúfað fyrir holuna og þar með var hávaðinn úr sögunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×