Innlent

Borgríki ekki heimilt í lögum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Tillaga um borgríki var dregin til baka.
Tillaga um borgríki var dregin til baka. Fréttablaðið/GVA
Borgarlögmaður segir tillögu Hilmars Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar í lýðræðis- og stjórnsýslunefnd Reykjavíkurborgar, um að borgin efni til íbúakosningar um hvort Reykjavík skuli stofna sjálfstætt borgríki ekki standast sveitarstjórnarlög.

„[Það er] ekki á valdsviði Reykja­víkur­borgar né gert ráð fyrir þeim möguleika að íslenskum lögum að sjálfstæð borgarríki verði stofnuð í landinu,“ segir í umsögn borgarlögmanns.

Í kjölfar umsagnarinnar dró Hilmar tillögu sína til baka og lagði fram bókun um málið. Þar segir meðal annars: „Eftir stendur sú staðreynd að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa skertan atkvæðisrétt á við íbúa í öðrum landshlutum.“ Og hvetur hann borgaryfirvöld til að leita leiða til að jafna atkvæðavægi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×