Boltinn hjá þjóðinni 26. mars 2012 08:00 Fyrsta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldissögunnar um mál sem liggur fyrir Alþingi fer fram samhliða forsetakjöri þann 30. júní næstkomandi – nái þingsályktunartillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fram að ganga. Þá verður þjóðin spurð álits á frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og fimm valkostum. Frá stofnun lýðveldisins á Þingvöllum árið 1944 hefur þjóðin aldrei verið spurð álits á nokkru máli sem Alþingi hefur haft til meðferðar. Ísland er raunar á meðal þeirra vestrænna ríkja þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru hvað fátíðastar – þó svo að forseti Íslands hafi þrívegis vísað afgreiddum lögum Alþingis til þjóðarinnar; fyrst í fjölmiðlamálinu og svo tvisvar í Icesave. Fylgjendur beins lýðræðis hljóta að fagna því að þjóðin fái nú loks að vera með í ráðum í ákvarðanatöku um mikilvægt mál. Langur aðdragandiVel fer á því að þessi fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla að frumkvæði Alþingis skuli fara fram um stjórnarskrána. Ekki aðeins er það í anda frumvarps Stjórnlagaráðs að hafa fólkið með í ráðum heldur hefur allar götur frá lýðveldistökunni staðið til að íslenska þjóðin setji sér sína eigin stjórnarskrá. Þá var ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920 sem að uppistöðu var byggð á dönsku stjórnarskránni – sem lítið hafði breyst frá endalokum einveldisins árið 1849. Og sem Kristján IX hafði rétt okkur árið 1874. Krafan um þjóðareiningu varð til þess að ekki þótti hættandi á það að átök um stjórnarskrárbreytingar myndu varpa skugga á lýðveldistökuna. Þó féll danska stjórnarskráin í hóp þeirra sem urðu til við hægfara umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis og endurspeglaði trauðla þá róttæku stjórnkerfisbreytingu sem orðið hafði eftir að nýtt lýðræðiskerfi festist í sessi. Því varð úr að stefnt skyldi að heildarendurskoðun á stjórnarskránni strax eftir lýðveldistökuna – eins og til dæmis kom fram í stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar sem tók við völdum haustið 1944. Töf varð á og þrátt fyrir fjölda stjórnarskrárnefnda hefur Alþingi reynst ófært um að ná saman um heildstæða endurskoðun á grundvallarlögum landsins – þó svo að margvíslegar smávægilegar breytingar hafa vissulega verið gerðar, svo sem nýr mannréttindakafli árið 1995. Að formi til endurspeglar núgildandi stjórnarskrá enn þessa gömlu togstreitu – á milli einvaldsins og fulltrúa fólksins. Lýðræðislegt ferliAð loknu viðamiklu lýðræðislegu ferli liggja nú loks fyrir drög að stjórnarskrá sem Íslendingar hafa samið sjálfir. Alþingi blés til allsherjarkosninga til stjórnlagaþings (sem svo varð að þingkjörnu Stjórnlagaráði eftir að sex dómarar ógiltu kosninguna á grundvelli tæknilegra ágalla án þess þó að bera brigður á niðurstöðuna). Á sjötta hundrað manns buðu sig fram og rúm 84 þúsund tóku þátt. Blásið var til þúsund manna þjóðfundar sem í kjölfar frjórra samtala varpaði fram ótal hugmyndum sem stjórnlaganefnd, skipuð sérvöldum sérfræðingum, notaði til að vinna viðamikla skýrslu upp í hendurnar á Stjórnlagaráði. Með aðstoð allra mögulegra miðla hafði Stjórnlagaráð svo stöðugt og opið samráð við hvern þann sem vildi og fékk þannig þúsundir erinda og ábendinga til úrvinnslu. TilboðiðSá galli er þó á gjöf Njarðar að fjölmiðlar hafa einkum flutt fréttir af málsmeðferðinni fremur en innihaldinu. En við hljótum að treysta á að úr bætist í aðdraganda kosninganna. Nýja stjórnarskráin felur í sér tilboð til þjóðarinnar; svo sem um aukið lýðræði, tryggari mannréttindi, persónukjör, skýrari aðskilnað valdþáttanna, jafnt vægi atkvæða, faglegar ráðningar í æðstu embætti og að náttúruauðlindir séu í þjóðareign. Meginmarkmiðið var þó að einfalda og skýra stjórnarskrána svo hver maður geti lesið hana og skilið stjórnskipan landsins. Við það glata útvaldir stjórnskipunarsérfræðingar að vísu nokkru af túlkunarvaldi sínu sem kann að skýra afundna afstöðu sumra þeirra. Tveir fulltrúar úr stjórnlaganefndinni hafa til að mynda fundið að ýmsu því sem rataði í stjórnarskrárdrögin að tillögu annarra sérfræðinga í nefndinni. En sérfræðinganefndin klofnaði eiginlega alveg í tvennt. Þá fann einn stjórnmálafræðiprófessorinn einkum að því að ekki væri gert ráð fyrir að minnihluti þings gæti vísað lögum í þjóðaratkvæði á meðan kollegi hans gagnrýndi okkur einkum fyrir að opna á þá sömu leið á fjögurra daga vinnufundi Stjórnlagaráðs um daginn. Hér er því ansi vandratað. En álit sérfræðinganna er oft aðeins byggt á eigin stjórnarskrárpólitískri afstöðu – sem hverjum manni er frjálst að hafa. Þjóðin ræður förÞær tillögur sem nú liggja fyrir þjóðinni eru afrakstur viðamikillar vinnu margs fólks yfir langan tíma. Enginn fékk sína óskastjórnarskrá en öll vorum við í Stjórnlagaráði sannfærð um að sú nýja væri langtum betri en sú gamla. Þess vegna samþykktum við hana einróma. En nú er boltinn sem sé hjá þjóðinni sjálfri. Lítist henni vel á verða niðurstöðurnar úr kjörinu um valkostina ofnar inn í frumvarpið og lagðar fyrir Alþingi sem vitaskuld hefur síðasta orðið. Lítist fólki hins vegar illa á málið er það einfaldlega úr sögunni. Jafnt fylgjendur sem andstæðingar nýju stjórnarskrárinnar ættu að geta sætt sig við dóm þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldissögunnar um mál sem liggur fyrir Alþingi fer fram samhliða forsetakjöri þann 30. júní næstkomandi – nái þingsályktunartillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fram að ganga. Þá verður þjóðin spurð álits á frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og fimm valkostum. Frá stofnun lýðveldisins á Þingvöllum árið 1944 hefur þjóðin aldrei verið spurð álits á nokkru máli sem Alþingi hefur haft til meðferðar. Ísland er raunar á meðal þeirra vestrænna ríkja þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru hvað fátíðastar – þó svo að forseti Íslands hafi þrívegis vísað afgreiddum lögum Alþingis til þjóðarinnar; fyrst í fjölmiðlamálinu og svo tvisvar í Icesave. Fylgjendur beins lýðræðis hljóta að fagna því að þjóðin fái nú loks að vera með í ráðum í ákvarðanatöku um mikilvægt mál. Langur aðdragandiVel fer á því að þessi fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla að frumkvæði Alþingis skuli fara fram um stjórnarskrána. Ekki aðeins er það í anda frumvarps Stjórnlagaráðs að hafa fólkið með í ráðum heldur hefur allar götur frá lýðveldistökunni staðið til að íslenska þjóðin setji sér sína eigin stjórnarskrá. Þá var ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920 sem að uppistöðu var byggð á dönsku stjórnarskránni – sem lítið hafði breyst frá endalokum einveldisins árið 1849. Og sem Kristján IX hafði rétt okkur árið 1874. Krafan um þjóðareiningu varð til þess að ekki þótti hættandi á það að átök um stjórnarskrárbreytingar myndu varpa skugga á lýðveldistökuna. Þó féll danska stjórnarskráin í hóp þeirra sem urðu til við hægfara umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis og endurspeglaði trauðla þá róttæku stjórnkerfisbreytingu sem orðið hafði eftir að nýtt lýðræðiskerfi festist í sessi. Því varð úr að stefnt skyldi að heildarendurskoðun á stjórnarskránni strax eftir lýðveldistökuna – eins og til dæmis kom fram í stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar sem tók við völdum haustið 1944. Töf varð á og þrátt fyrir fjölda stjórnarskrárnefnda hefur Alþingi reynst ófært um að ná saman um heildstæða endurskoðun á grundvallarlögum landsins – þó svo að margvíslegar smávægilegar breytingar hafa vissulega verið gerðar, svo sem nýr mannréttindakafli árið 1995. Að formi til endurspeglar núgildandi stjórnarskrá enn þessa gömlu togstreitu – á milli einvaldsins og fulltrúa fólksins. Lýðræðislegt ferliAð loknu viðamiklu lýðræðislegu ferli liggja nú loks fyrir drög að stjórnarskrá sem Íslendingar hafa samið sjálfir. Alþingi blés til allsherjarkosninga til stjórnlagaþings (sem svo varð að þingkjörnu Stjórnlagaráði eftir að sex dómarar ógiltu kosninguna á grundvelli tæknilegra ágalla án þess þó að bera brigður á niðurstöðuna). Á sjötta hundrað manns buðu sig fram og rúm 84 þúsund tóku þátt. Blásið var til þúsund manna þjóðfundar sem í kjölfar frjórra samtala varpaði fram ótal hugmyndum sem stjórnlaganefnd, skipuð sérvöldum sérfræðingum, notaði til að vinna viðamikla skýrslu upp í hendurnar á Stjórnlagaráði. Með aðstoð allra mögulegra miðla hafði Stjórnlagaráð svo stöðugt og opið samráð við hvern þann sem vildi og fékk þannig þúsundir erinda og ábendinga til úrvinnslu. TilboðiðSá galli er þó á gjöf Njarðar að fjölmiðlar hafa einkum flutt fréttir af málsmeðferðinni fremur en innihaldinu. En við hljótum að treysta á að úr bætist í aðdraganda kosninganna. Nýja stjórnarskráin felur í sér tilboð til þjóðarinnar; svo sem um aukið lýðræði, tryggari mannréttindi, persónukjör, skýrari aðskilnað valdþáttanna, jafnt vægi atkvæða, faglegar ráðningar í æðstu embætti og að náttúruauðlindir séu í þjóðareign. Meginmarkmiðið var þó að einfalda og skýra stjórnarskrána svo hver maður geti lesið hana og skilið stjórnskipan landsins. Við það glata útvaldir stjórnskipunarsérfræðingar að vísu nokkru af túlkunarvaldi sínu sem kann að skýra afundna afstöðu sumra þeirra. Tveir fulltrúar úr stjórnlaganefndinni hafa til að mynda fundið að ýmsu því sem rataði í stjórnarskrárdrögin að tillögu annarra sérfræðinga í nefndinni. En sérfræðinganefndin klofnaði eiginlega alveg í tvennt. Þá fann einn stjórnmálafræðiprófessorinn einkum að því að ekki væri gert ráð fyrir að minnihluti þings gæti vísað lögum í þjóðaratkvæði á meðan kollegi hans gagnrýndi okkur einkum fyrir að opna á þá sömu leið á fjögurra daga vinnufundi Stjórnlagaráðs um daginn. Hér er því ansi vandratað. En álit sérfræðinganna er oft aðeins byggt á eigin stjórnarskrárpólitískri afstöðu – sem hverjum manni er frjálst að hafa. Þjóðin ræður förÞær tillögur sem nú liggja fyrir þjóðinni eru afrakstur viðamikillar vinnu margs fólks yfir langan tíma. Enginn fékk sína óskastjórnarskrá en öll vorum við í Stjórnlagaráði sannfærð um að sú nýja væri langtum betri en sú gamla. Þess vegna samþykktum við hana einróma. En nú er boltinn sem sé hjá þjóðinni sjálfri. Lítist henni vel á verða niðurstöðurnar úr kjörinu um valkostina ofnar inn í frumvarpið og lagðar fyrir Alþingi sem vitaskuld hefur síðasta orðið. Lítist fólki hins vegar illa á málið er það einfaldlega úr sögunni. Jafnt fylgjendur sem andstæðingar nýju stjórnarskrárinnar ættu að geta sætt sig við dóm þjóðarinnar.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar