Boltinn hjá þjóðinni 26. mars 2012 08:00 Fyrsta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldissögunnar um mál sem liggur fyrir Alþingi fer fram samhliða forsetakjöri þann 30. júní næstkomandi – nái þingsályktunartillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fram að ganga. Þá verður þjóðin spurð álits á frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og fimm valkostum. Frá stofnun lýðveldisins á Þingvöllum árið 1944 hefur þjóðin aldrei verið spurð álits á nokkru máli sem Alþingi hefur haft til meðferðar. Ísland er raunar á meðal þeirra vestrænna ríkja þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru hvað fátíðastar – þó svo að forseti Íslands hafi þrívegis vísað afgreiddum lögum Alþingis til þjóðarinnar; fyrst í fjölmiðlamálinu og svo tvisvar í Icesave. Fylgjendur beins lýðræðis hljóta að fagna því að þjóðin fái nú loks að vera með í ráðum í ákvarðanatöku um mikilvægt mál. Langur aðdragandiVel fer á því að þessi fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla að frumkvæði Alþingis skuli fara fram um stjórnarskrána. Ekki aðeins er það í anda frumvarps Stjórnlagaráðs að hafa fólkið með í ráðum heldur hefur allar götur frá lýðveldistökunni staðið til að íslenska þjóðin setji sér sína eigin stjórnarskrá. Þá var ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920 sem að uppistöðu var byggð á dönsku stjórnarskránni – sem lítið hafði breyst frá endalokum einveldisins árið 1849. Og sem Kristján IX hafði rétt okkur árið 1874. Krafan um þjóðareiningu varð til þess að ekki þótti hættandi á það að átök um stjórnarskrárbreytingar myndu varpa skugga á lýðveldistökuna. Þó féll danska stjórnarskráin í hóp þeirra sem urðu til við hægfara umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis og endurspeglaði trauðla þá róttæku stjórnkerfisbreytingu sem orðið hafði eftir að nýtt lýðræðiskerfi festist í sessi. Því varð úr að stefnt skyldi að heildarendurskoðun á stjórnarskránni strax eftir lýðveldistökuna – eins og til dæmis kom fram í stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar sem tók við völdum haustið 1944. Töf varð á og þrátt fyrir fjölda stjórnarskrárnefnda hefur Alþingi reynst ófært um að ná saman um heildstæða endurskoðun á grundvallarlögum landsins – þó svo að margvíslegar smávægilegar breytingar hafa vissulega verið gerðar, svo sem nýr mannréttindakafli árið 1995. Að formi til endurspeglar núgildandi stjórnarskrá enn þessa gömlu togstreitu – á milli einvaldsins og fulltrúa fólksins. Lýðræðislegt ferliAð loknu viðamiklu lýðræðislegu ferli liggja nú loks fyrir drög að stjórnarskrá sem Íslendingar hafa samið sjálfir. Alþingi blés til allsherjarkosninga til stjórnlagaþings (sem svo varð að þingkjörnu Stjórnlagaráði eftir að sex dómarar ógiltu kosninguna á grundvelli tæknilegra ágalla án þess þó að bera brigður á niðurstöðuna). Á sjötta hundrað manns buðu sig fram og rúm 84 þúsund tóku þátt. Blásið var til þúsund manna þjóðfundar sem í kjölfar frjórra samtala varpaði fram ótal hugmyndum sem stjórnlaganefnd, skipuð sérvöldum sérfræðingum, notaði til að vinna viðamikla skýrslu upp í hendurnar á Stjórnlagaráði. Með aðstoð allra mögulegra miðla hafði Stjórnlagaráð svo stöðugt og opið samráð við hvern þann sem vildi og fékk þannig þúsundir erinda og ábendinga til úrvinnslu. TilboðiðSá galli er þó á gjöf Njarðar að fjölmiðlar hafa einkum flutt fréttir af málsmeðferðinni fremur en innihaldinu. En við hljótum að treysta á að úr bætist í aðdraganda kosninganna. Nýja stjórnarskráin felur í sér tilboð til þjóðarinnar; svo sem um aukið lýðræði, tryggari mannréttindi, persónukjör, skýrari aðskilnað valdþáttanna, jafnt vægi atkvæða, faglegar ráðningar í æðstu embætti og að náttúruauðlindir séu í þjóðareign. Meginmarkmiðið var þó að einfalda og skýra stjórnarskrána svo hver maður geti lesið hana og skilið stjórnskipan landsins. Við það glata útvaldir stjórnskipunarsérfræðingar að vísu nokkru af túlkunarvaldi sínu sem kann að skýra afundna afstöðu sumra þeirra. Tveir fulltrúar úr stjórnlaganefndinni hafa til að mynda fundið að ýmsu því sem rataði í stjórnarskrárdrögin að tillögu annarra sérfræðinga í nefndinni. En sérfræðinganefndin klofnaði eiginlega alveg í tvennt. Þá fann einn stjórnmálafræðiprófessorinn einkum að því að ekki væri gert ráð fyrir að minnihluti þings gæti vísað lögum í þjóðaratkvæði á meðan kollegi hans gagnrýndi okkur einkum fyrir að opna á þá sömu leið á fjögurra daga vinnufundi Stjórnlagaráðs um daginn. Hér er því ansi vandratað. En álit sérfræðinganna er oft aðeins byggt á eigin stjórnarskrárpólitískri afstöðu – sem hverjum manni er frjálst að hafa. Þjóðin ræður förÞær tillögur sem nú liggja fyrir þjóðinni eru afrakstur viðamikillar vinnu margs fólks yfir langan tíma. Enginn fékk sína óskastjórnarskrá en öll vorum við í Stjórnlagaráði sannfærð um að sú nýja væri langtum betri en sú gamla. Þess vegna samþykktum við hana einróma. En nú er boltinn sem sé hjá þjóðinni sjálfri. Lítist henni vel á verða niðurstöðurnar úr kjörinu um valkostina ofnar inn í frumvarpið og lagðar fyrir Alþingi sem vitaskuld hefur síðasta orðið. Lítist fólki hins vegar illa á málið er það einfaldlega úr sögunni. Jafnt fylgjendur sem andstæðingar nýju stjórnarskrárinnar ættu að geta sætt sig við dóm þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldissögunnar um mál sem liggur fyrir Alþingi fer fram samhliða forsetakjöri þann 30. júní næstkomandi – nái þingsályktunartillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fram að ganga. Þá verður þjóðin spurð álits á frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og fimm valkostum. Frá stofnun lýðveldisins á Þingvöllum árið 1944 hefur þjóðin aldrei verið spurð álits á nokkru máli sem Alþingi hefur haft til meðferðar. Ísland er raunar á meðal þeirra vestrænna ríkja þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru hvað fátíðastar – þó svo að forseti Íslands hafi þrívegis vísað afgreiddum lögum Alþingis til þjóðarinnar; fyrst í fjölmiðlamálinu og svo tvisvar í Icesave. Fylgjendur beins lýðræðis hljóta að fagna því að þjóðin fái nú loks að vera með í ráðum í ákvarðanatöku um mikilvægt mál. Langur aðdragandiVel fer á því að þessi fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla að frumkvæði Alþingis skuli fara fram um stjórnarskrána. Ekki aðeins er það í anda frumvarps Stjórnlagaráðs að hafa fólkið með í ráðum heldur hefur allar götur frá lýðveldistökunni staðið til að íslenska þjóðin setji sér sína eigin stjórnarskrá. Þá var ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920 sem að uppistöðu var byggð á dönsku stjórnarskránni – sem lítið hafði breyst frá endalokum einveldisins árið 1849. Og sem Kristján IX hafði rétt okkur árið 1874. Krafan um þjóðareiningu varð til þess að ekki þótti hættandi á það að átök um stjórnarskrárbreytingar myndu varpa skugga á lýðveldistökuna. Þó féll danska stjórnarskráin í hóp þeirra sem urðu til við hægfara umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis og endurspeglaði trauðla þá róttæku stjórnkerfisbreytingu sem orðið hafði eftir að nýtt lýðræðiskerfi festist í sessi. Því varð úr að stefnt skyldi að heildarendurskoðun á stjórnarskránni strax eftir lýðveldistökuna – eins og til dæmis kom fram í stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar sem tók við völdum haustið 1944. Töf varð á og þrátt fyrir fjölda stjórnarskrárnefnda hefur Alþingi reynst ófært um að ná saman um heildstæða endurskoðun á grundvallarlögum landsins – þó svo að margvíslegar smávægilegar breytingar hafa vissulega verið gerðar, svo sem nýr mannréttindakafli árið 1995. Að formi til endurspeglar núgildandi stjórnarskrá enn þessa gömlu togstreitu – á milli einvaldsins og fulltrúa fólksins. Lýðræðislegt ferliAð loknu viðamiklu lýðræðislegu ferli liggja nú loks fyrir drög að stjórnarskrá sem Íslendingar hafa samið sjálfir. Alþingi blés til allsherjarkosninga til stjórnlagaþings (sem svo varð að þingkjörnu Stjórnlagaráði eftir að sex dómarar ógiltu kosninguna á grundvelli tæknilegra ágalla án þess þó að bera brigður á niðurstöðuna). Á sjötta hundrað manns buðu sig fram og rúm 84 þúsund tóku þátt. Blásið var til þúsund manna þjóðfundar sem í kjölfar frjórra samtala varpaði fram ótal hugmyndum sem stjórnlaganefnd, skipuð sérvöldum sérfræðingum, notaði til að vinna viðamikla skýrslu upp í hendurnar á Stjórnlagaráði. Með aðstoð allra mögulegra miðla hafði Stjórnlagaráð svo stöðugt og opið samráð við hvern þann sem vildi og fékk þannig þúsundir erinda og ábendinga til úrvinnslu. TilboðiðSá galli er þó á gjöf Njarðar að fjölmiðlar hafa einkum flutt fréttir af málsmeðferðinni fremur en innihaldinu. En við hljótum að treysta á að úr bætist í aðdraganda kosninganna. Nýja stjórnarskráin felur í sér tilboð til þjóðarinnar; svo sem um aukið lýðræði, tryggari mannréttindi, persónukjör, skýrari aðskilnað valdþáttanna, jafnt vægi atkvæða, faglegar ráðningar í æðstu embætti og að náttúruauðlindir séu í þjóðareign. Meginmarkmiðið var þó að einfalda og skýra stjórnarskrána svo hver maður geti lesið hana og skilið stjórnskipan landsins. Við það glata útvaldir stjórnskipunarsérfræðingar að vísu nokkru af túlkunarvaldi sínu sem kann að skýra afundna afstöðu sumra þeirra. Tveir fulltrúar úr stjórnlaganefndinni hafa til að mynda fundið að ýmsu því sem rataði í stjórnarskrárdrögin að tillögu annarra sérfræðinga í nefndinni. En sérfræðinganefndin klofnaði eiginlega alveg í tvennt. Þá fann einn stjórnmálafræðiprófessorinn einkum að því að ekki væri gert ráð fyrir að minnihluti þings gæti vísað lögum í þjóðaratkvæði á meðan kollegi hans gagnrýndi okkur einkum fyrir að opna á þá sömu leið á fjögurra daga vinnufundi Stjórnlagaráðs um daginn. Hér er því ansi vandratað. En álit sérfræðinganna er oft aðeins byggt á eigin stjórnarskrárpólitískri afstöðu – sem hverjum manni er frjálst að hafa. Þjóðin ræður förÞær tillögur sem nú liggja fyrir þjóðinni eru afrakstur viðamikillar vinnu margs fólks yfir langan tíma. Enginn fékk sína óskastjórnarskrá en öll vorum við í Stjórnlagaráði sannfærð um að sú nýja væri langtum betri en sú gamla. Þess vegna samþykktum við hana einróma. En nú er boltinn sem sé hjá þjóðinni sjálfri. Lítist henni vel á verða niðurstöðurnar úr kjörinu um valkostina ofnar inn í frumvarpið og lagðar fyrir Alþingi sem vitaskuld hefur síðasta orðið. Lítist fólki hins vegar illa á málið er það einfaldlega úr sögunni. Jafnt fylgjendur sem andstæðingar nýju stjórnarskrárinnar ættu að geta sætt sig við dóm þjóðarinnar.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun