Innlent

Bókar Arnaldar beðið með eftirvæntingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjórtánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar kemur út á morgun. Mynd/ Valli.
Fjórtánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar kemur út á morgun. Mynd/ Valli.
Furðustrandir, fjórtánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, kemur út á morgun. Aðalpersónurnar í bókinni eru hið kunna lögregluþríeyki, Erlendur Sveinsson, Sigurður Óli og Elínborg. Margir hafa beðið spenntir eftir bókinni en í henni er greint frá afdrifum Erlendar sem hefur verið víðs fjarri í síðustu tveimur bókum. „Þetta er framhaldið af Harðskafa í rauninni. Hún gerist á sama tíma og þessar bækur, Harðskafi, Myrká og Svörtuloft," segir Arnaldur.

Arnaldur vill helst ekkert segja um söguþráð bókarinnar. „Ég vil nú helst ekki eyðileggja ánægjuna fyrir lesendum. En það sem maður getur sagt kannski er að þetta er um hefndina. Hvað hún getur verið ömurlegt tæki til að ná fram einhverju réttlæti," segir Arnaldur í samtali við Vísi.

Enn er verið að gefa út gamlar bækur eftir Arnald víða erlendis. „Til dæmis var Napóleonskjölin að koma út núna í Bretlandi, í enskri þýðingu," segir Arnaldur þegar að hann er spurður út í málið. Napóleonsskjölin er þriðja skáldsaga Arnaldar en hún fjallar hins vegar ekki um lögregluþrieykið kunna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×