Innlent

Boðað til mótmæla við setningarræðu forsætisráðherra

Kristján Hjálmarsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld.
Boðað hefur verið til mótmæla við setningarræðu forsætisráðherra á Austurvelli í kvöld. 

Samkvæmt tilkynningu frá hópnum sem stendur fyrir mótmælunum segir að sú hefð hafi skapast að mæta 
á Austurvöll við setningarræðu forsætisráðherra til þess að minna alþingismenn á fyrir hverja þeir eru að vinna.

„Í ár munum við mæta og minna alþingi á að heimili landsins og almenningur hefur ekki fengið úrlausn sinna mála og er farið að lengja eftir þeim. Minnum þá á að velferðakerfið þarf að byggja upp og ekki rífa niður. Minnum þá á að kjör almennings þarf að passa upp á, því samfélagið er aldrei betur statt en sá sem hefur það verst,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Setningarræða forsætisráðherra hefst klukkan 19.40 og verður í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×