Fótbolti

Blikar spila í Meistaradeildinni í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Breiðabliki.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Breiðabliki. vísir/hanna
Breiðablik hefur í dag leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en spilað er í fjögurra liða riðlum og fara allir leikirnir fram í þessari viku.

Blikar eru nú staddir í Wales þar sem liðið er í riðli 3 með Cardiff Met., Spartak Subotica frá Serbíu og NSA Sofia frá Búlgaríu.

Sigurvegari hvers riðils kemst áfram í 32-liða úrslitin en þangað eru þegar komin 23 hæst skrifuðu liðin sem taka þátt í keppninni í ár.

Fyrsti andstæðingur Breiðabliks verður Spartak Subotica og hefst hann klukkan 18.00 í dag. Blikar mæta svo NSA Sofia á fimmtudag og loks heimamönnum í Caridff á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×