Innlent

Bláar ninjur brutu upplýsingaskilti fjölmiðlafyrirtækis

Sjö bláar ninjur léku listir sínar fyrir utan höfuðstöðvar fjölmiðlafyrirtækisins 365 í Skaftahlíð, sem Vísir.is tilheyrir, en ekki vildi betur til en að ein ninjan braut upplýsingaskilti fyrirtækisins í leikfimi sinni.

Um er að ræða skilti þar sem finna má út hvar deildir fyrirtækisins eru í húsinu. Það mölbrotnaði í átökum við ninjuna.



Skiltið sem ninjan braut.

Vitni telja að ninjan sem braut skiltið hafi gert það fyrir slysni þrátt fyrir talsverða leikni sem hún sýndi. Ekki er vitað hvað ninjunum gengur til en í myndbandi sem finna má á Youtube og á Facebook-síðu sinni hvetja þær fólk til þess að hugsa.

Ekki er ljóst hvað ninjurnar vilja að almenningur hugsi um en vitni að gjörningi ninjanna fyrir utan höfuðstöðar fyrirtækisins í Skaftahlíð velta vissulega vöngum yfir því hvað þeim gekk til.

Hér má sjá myndband bláu ninjanna.

Hér er hlekkur á Facebook-síðu þeirra þar sem finna má fleiri myndbönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×