Innlent

Björn Þorsteinsson skipaður rektor Landbúnaðarháskólans

Atli Ísleifsson skrifar
Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands samþykkti í apríl að leggja til skipun Björns í embætti rektors skólans.
Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands samþykkti í apríl að leggja til skipun Björns í embætti rektors skólans. Vísir/Landbúnaðarháskólinn
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Björn Þorsteinsson sem rektor Landbúnaðarháskóla Íslands til næstu fimm ára.

Björn var skipaður rektor til ársloka 2014 síðasta sumar, en hann hafði þá verði aðstoðarrektor kennslumála við skólann. Ágúst Sigurðsson lét af rektorsembætti 1. ágúst síðastliðinn.

Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands samþykkti í apríl að leggja til skipun Björns í embætti rektors skólans. Auk Björns sóttu um Guðmundur Kjartansson, Ívar Jónsson, Jón Örvar G. Jónsson, Sigríður Kristjánsdóttir og Þórunn Pétursdóttir um embættið.

Í tilkynningu frá Landbúnaðarháskólanum segir að Björn hafi verið skipaður með bréfi dagsettu 27. maí 2015, að tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla Íslands samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og með vísan til 23 grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins  nr. 70/1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×