Innlent

Björgun fær tvö ár til að rýma Sævarhöfða

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Björgun sérhæfir sig í efnisöflun á hafsbotni. Faxaflóahafnir segja að fyrirtækið verði að hreinsa eftir sig fjöruna við Sævarhöfða.
Björgun sérhæfir sig í efnisöflun á hafsbotni. Faxaflóahafnir segja að fyrirtækið verði að hreinsa eftir sig fjöruna við Sævarhöfða. Fréttablaðið/Valli
„Viðræður síðustu mánaða og ára hafa ekki borið árangur og því óhjákvæmilegt að undirbúa nauðsynlegar aðgerðir til að rýma lóðina,“ segir í samþykkt stjórnar Faxaflóahafna sem ákvað í gær að segja upp lóðarleigusamningi fyrirtækisins Björgunar við Sævarhöfða.

Í samþykkt hafnarstjórnarinnar segir að viðræður um flutning á starfsemi Björgunar af lóðinni ásamt könnun á möguleikum þess að koma starfseminni fyrir á öðrum stað hafi staðið allt frá árinu 2004. Lóðarleigusamningur Björgunar frá 1969 hafi runnið út árið 2009 og Faxaflóahafnir hafi ítrekað sagt að ekki yrði um að ræða áframhaldandi útleigu á lóðinni.

Fram kemur að Björgun telji sig eiga bæði forleigurétt og byggingarrétt á svæðinu. Um sé að ræða tvær lóðir, 3.161 fermetra lóð sem innheimt hefur verið leiga fyrir frá upphafi og 73.503 fermetra lóð sem ekki hefur verið innheimt leiga af frá því lóðarleigusamningurinn rann út 1. september 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×