Íslenski boltinn

Bjarni: Vonumst til þess að Ögmundur spili á fimmtudaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, býst við því að Ögmundur Kristinsson, markvörður liðsins, verði klár í slaginn á fimmtudaginn þegar Fram mætir eistneska liðinu JK Nömme Kaiju ytra.

Ögmundur missti af leik liðsins í kvöld gegn Keflavík í 8-liða úrslitum Borgunarbikarins og stóð hinn ungi Hörður Fannar Björvinsson vaktina í markinu.

„Ögmundur er búinn að vera nánast allt tímabilið að eiga við meiðsli í læri og fór í meðferð á föstudaginn og var bara ekki klár í dag," sagði Bjarni í leikslok.

Hann segir að vonir standi til að Ögmundur spili í Evrópuleiknum gegn JK Nömme Kaiju á fimmtudaginn en Fram er 1-0 undir í einvíginu og þarf því að sækja til sigurs í síðari leiknum í Eistlandi.

„Við gerum okkur vonir um það að hann spili á fimmtudaginn," sagði Bjarni.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×