Fótbolti

Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir Már var í góðum gír á fundinum og hrósaði Bolungarvík í hástert.
Birkir Már var í góðum gír á fundinum og hrósaði Bolungarvík í hástert. Vísir/Vilhelm
Birkir Már Sævarsson er tengdasonur Bolungarvíkur og á marga aðdáendur í bænum fallega á Vestfjörðum. Kunnugir minnast þess þegar Birkir Már, sem er þekktur fyrir sinn mikla hraða, sigraði hlaupabretti í íþróttahúsinu þar í bæ.

„Ég man reyndar eftir þessu,“ sagði Birkir Már og uppskar hlátur á blaðamannafundinum í Annecy í morgun.

Upptöku af fundinum í Annecy í morgun má sjá neðst í fréttinni.


Birkir tæklar Rashford í leiknum gegn Englandi.vísir/getty
„Ég brenndi út einhverju hlaupabretti, þegar ég var að taka einhverja spretti þá bilaði það,“ sagði Birkir Már og bætti við að hann vissi ekki hvað hefði orðið af hlaupabrettinu. Þetta hefði verið í jólafríi vestur á fjörðum.

„Ást mín á Bolungarvík er gríðarleg. Þetta er mjög fallegur staður og mjög gaman að koma þangað í frí. Kúpla sig algjörlega út,“ sagði Birkir.

Tengdasonur Bolungvaríkur mælti svo sannarlega með bænum.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).





Fleiri fréttir

Sjá meira


×