Innlent

Bíða eftir merkjum um kvikusöfnun við Holuhraun

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Holuhraun
Holuhraun MYND/Vilhelm
Það skýrist ekki fyrr en eftir nokkra mánuði hvort að jarðhræringunum við Holuhraun sé í raun lokið. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði sem segist bíða þess að sjá merki um hvort að fjallið sé farið að safna kviku í næsta gos eða ekki. 

Nú eru liðnir hátt í tveir mánuðir frá því gosinu í Holuhrauni lauk. Jarðeðlisfræðingar hafa fylgst vel með svæðinu síðan þá til að reyna að átta sig á hvort að jarðhræringunum þar sé lokið í bili. „Það er ekkert sem virðist vera algjörlega yfirvofandi þar núna á næstunni en við bíðum í raun og veru eftir því að sjá merki um það hvort að fjallið er að safna í næsta gos eða ekki. Ef það er ekki að safna þá er sjálfsagt mörg ár þangað til það verður gos aftur en ef hún er byrjuð að safna eða gerir það þá væri nú sennilega styttra í næsta gos. Þetta sjáum við bara ekki enn þá og munum sennilega ekki sjá næstu mánuðina vegna þess að þessi merki eru mjög veik en munu sjást væntanlega um stórt svæði. Það starfar af því að kvikusöfnunin þar á sér væntanlega stað á miklu dýpi og þá dreifist þetta merki yfir stórt svæði líka. Þannig að það svona verður frekar erfitt að segja til um þetta fyrr en nokkrir mánuðir eru liðnir vegna þess hvað merkin eru veik,“ segir Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×