Besti leikur liðsins undir minni stjórn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2016 07:00 „Ég get ekki neitað því að vera afar sáttur. Ég held að við getum sagt að þetta hafi verið besti leikur liðsins undir minni stjórn. Fyrirfram hefði ég verið sáttur við eins marks sigur í hörkuleik,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari glaðbeittur eftir sigurinn glæsilega á Skotum í gær. Þarna mættust bestu lið riðilsins og þau voru bæði ósigruð. Eftir þennan leik er aðeins Ísland ósigrað og ekki heldur búið að fá á sig mark. Stelpunum dugar sigur gegn Makedóníu á þriðjudag til að gulltryggja EM-sætið. Makedónía er stigalaust í riðlinum og Ísland vann leikinn gegn þeim ytra, 0-4. Ef stelpurnar spila sinn eðlilega leik ætti farseðillinn á EM að vera klár.Frábærar sjö mínútur Þrátt fyrir mikla yfirburði nær allan leikinn í gær var Ísland aðeins með eins marks forskot í hálfleik. Markið skoraði Hallbera Guðný Gísladóttir beint úr aukaspyrnu. Svekkjandi miðað við hversu vel liðið var að spila. Skipulagið frábært og stelpurnar sterkari og grimmari í öllum aðgerðum. Það var aftur á móti frábær sjö mínútna kafli eftir rúmlega klukkutíma leik sem gerði út um leikinn. Þá skoraði íslenska liðið þrjú góð skallamörk. Harpa Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir með skallamörkin góðu. Skotar fengu tækifæri til þess að komast á blað í uppbótartíma en vítaspyrna Kim Little fór í stöngina. Íslenska liðið er því ekki enn búið á að fá á sig mark í riðlinum eins og áður segir.Þeirra stjörnur sáust ekki „Liðið var mjög vel undirbúið og skilaði toppframmistöðu. Ég upplifði að við værum klassa betri. Að við værum algjörlega með þær. Þeirra stjörnur sáust ekki í leiknum. Undirbúningurinn snérist mikið um að þora að halda boltanum og spila í stað þess að lúðra fram og vona það besta. Það þarf hugrekki til þess að halda í boltann og spila milli lína. Við tímasettum þetta allt mjög vel,“ segir Freyr og það leynir sér ekki hvað hann er stoltur af sínu liði. „Við vorum að hápressa á útivelli gegn mjög góðu liði. Það eru ekkert margir sem þora því og mér fannst við gera það virkilega vel.“Hvað ef það kemur drullumark? Freyr viðurkennir að hafa ekki liðið allt of vel með 1-0 forskotið þó svo yfirburðirnir hafi verið miklir. „Ég hugsaði hvað ef það kemur eitthvert drullumark? Hvað myndi þá gerast í leiknum? Liðið hélt aftur á móti dampi og það sýnir ákveðin karaktereinkenni. Að vera ekkert að slaka á. Við komum í síðari hálfleikinn af fullum krafti og ætluðum að ná í annað markið,“ segir landsliðsþjálfarinn sem er mjög stoltur af því að liðið sé ekki enn búið að fá á sig mark í riðlakeppninni. „Fyrir mig er það æðislegt. Maður elskar það að fá ekki á sig mark og vonandi höldum við áfram að halda hreinu. Stöngin kom sterk inn til aðstoðar í kvöld. Ási aðstoðarþjálfari sagði fyrir vítið að skotið myndi enda í stönginni. Hann er alveg með þetta, kallinn.“Makedónía er með lélegt lið Landsliðsþjálfarinn fer ekkert í grafgötur með að hans lið sé komið með einn og hálfan fót á EM. Hann gerir þá kröfu að stelpurnar klári dæmið gegn Makedóníu á þriðjudag. „Við ætlum að klára þetta á þriðjudag svo fólk geti farið að panta sér hótel og svona. Þær eru lélegar. Því er ekki hægt að neita og ég vil að við klárum það verkefni með sóma. Það er ekki okkur að kenna að þær séu ekki betur settar en þetta í fótbolta. Við munum ekki sýna neina miskunn. Munum spila af krafti og klára þetta með toppframmistöðu. Það kemur ekkert annað til greina.“ Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Skotland - Ísland 0-4 | Ísland með annan fótinn á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er svo gott sem komið í lokakeppni EM eftir stórsigur, 0-4, á Skotum í Falkirk í kvöld. 3. júní 2016 19:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
„Ég get ekki neitað því að vera afar sáttur. Ég held að við getum sagt að þetta hafi verið besti leikur liðsins undir minni stjórn. Fyrirfram hefði ég verið sáttur við eins marks sigur í hörkuleik,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari glaðbeittur eftir sigurinn glæsilega á Skotum í gær. Þarna mættust bestu lið riðilsins og þau voru bæði ósigruð. Eftir þennan leik er aðeins Ísland ósigrað og ekki heldur búið að fá á sig mark. Stelpunum dugar sigur gegn Makedóníu á þriðjudag til að gulltryggja EM-sætið. Makedónía er stigalaust í riðlinum og Ísland vann leikinn gegn þeim ytra, 0-4. Ef stelpurnar spila sinn eðlilega leik ætti farseðillinn á EM að vera klár.Frábærar sjö mínútur Þrátt fyrir mikla yfirburði nær allan leikinn í gær var Ísland aðeins með eins marks forskot í hálfleik. Markið skoraði Hallbera Guðný Gísladóttir beint úr aukaspyrnu. Svekkjandi miðað við hversu vel liðið var að spila. Skipulagið frábært og stelpurnar sterkari og grimmari í öllum aðgerðum. Það var aftur á móti frábær sjö mínútna kafli eftir rúmlega klukkutíma leik sem gerði út um leikinn. Þá skoraði íslenska liðið þrjú góð skallamörk. Harpa Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir með skallamörkin góðu. Skotar fengu tækifæri til þess að komast á blað í uppbótartíma en vítaspyrna Kim Little fór í stöngina. Íslenska liðið er því ekki enn búið á að fá á sig mark í riðlinum eins og áður segir.Þeirra stjörnur sáust ekki „Liðið var mjög vel undirbúið og skilaði toppframmistöðu. Ég upplifði að við værum klassa betri. Að við værum algjörlega með þær. Þeirra stjörnur sáust ekki í leiknum. Undirbúningurinn snérist mikið um að þora að halda boltanum og spila í stað þess að lúðra fram og vona það besta. Það þarf hugrekki til þess að halda í boltann og spila milli lína. Við tímasettum þetta allt mjög vel,“ segir Freyr og það leynir sér ekki hvað hann er stoltur af sínu liði. „Við vorum að hápressa á útivelli gegn mjög góðu liði. Það eru ekkert margir sem þora því og mér fannst við gera það virkilega vel.“Hvað ef það kemur drullumark? Freyr viðurkennir að hafa ekki liðið allt of vel með 1-0 forskotið þó svo yfirburðirnir hafi verið miklir. „Ég hugsaði hvað ef það kemur eitthvert drullumark? Hvað myndi þá gerast í leiknum? Liðið hélt aftur á móti dampi og það sýnir ákveðin karaktereinkenni. Að vera ekkert að slaka á. Við komum í síðari hálfleikinn af fullum krafti og ætluðum að ná í annað markið,“ segir landsliðsþjálfarinn sem er mjög stoltur af því að liðið sé ekki enn búið að fá á sig mark í riðlakeppninni. „Fyrir mig er það æðislegt. Maður elskar það að fá ekki á sig mark og vonandi höldum við áfram að halda hreinu. Stöngin kom sterk inn til aðstoðar í kvöld. Ási aðstoðarþjálfari sagði fyrir vítið að skotið myndi enda í stönginni. Hann er alveg með þetta, kallinn.“Makedónía er með lélegt lið Landsliðsþjálfarinn fer ekkert í grafgötur með að hans lið sé komið með einn og hálfan fót á EM. Hann gerir þá kröfu að stelpurnar klári dæmið gegn Makedóníu á þriðjudag. „Við ætlum að klára þetta á þriðjudag svo fólk geti farið að panta sér hótel og svona. Þær eru lélegar. Því er ekki hægt að neita og ég vil að við klárum það verkefni með sóma. Það er ekki okkur að kenna að þær séu ekki betur settar en þetta í fótbolta. Við munum ekki sýna neina miskunn. Munum spila af krafti og klára þetta með toppframmistöðu. Það kemur ekkert annað til greina.“
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Skotland - Ísland 0-4 | Ísland með annan fótinn á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er svo gott sem komið í lokakeppni EM eftir stórsigur, 0-4, á Skotum í Falkirk í kvöld. 3. júní 2016 19:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Umfjöllun: Skotland - Ísland 0-4 | Ísland með annan fótinn á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er svo gott sem komið í lokakeppni EM eftir stórsigur, 0-4, á Skotum í Falkirk í kvöld. 3. júní 2016 19:45