Innlent

Benedikt sendi yfirvöldum tóninn

Samúel Karl Ólason skrifar
Benedikt Erlingsson og Friðrik Þór Friðriksson.
Benedikt Erlingsson og Friðrik Þór Friðriksson. Mynd/Norðurlandaráð
Benedikt Erlingsson bað áhorfendur á verðlaunaafhendingu kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs að hjálpa íslenskum kvikmyndaframleiðendum. Hann bað þá um að ræða við íslenska stjórnmálamenn sem væru í salnum um niðurskurði hjá Kvikmyndasjóði.

Fyrst þakkaði hann þó fyrir verðlaunin og sagðist vona til að þau veittu nýjum leikstjórum hugrekki.

„Ég vil segja stórt takk. Þetta var fyrsta myndin mín og ég vona að hún færi öðrum nýliðum hugrekki og að framleiðendur taki frekar séns á nýjum leikstjórum. það er ekki auðvelt og krefst hugrekkis og við erum með einn slíkan í salnum,“ sagði Benedikt.

Benedikt sagði að Friðrik Þór hefði átt að vera búin að fá verðlaun fyrir að hafa framleitt margar myndir eftir nýja leikstjóra á Íslandi.

„En nú er hann búinn að því. Til hamingju Friðrik Þór.“

Bað um hjálp

„Ég vil að þið kæru norrænu vinir hjálpið okkur því Því hér sitja íslenskir stjórnmálamenn sem hafa skorið niður íslenska kvikmyndasjóðinn um 42 prósent á næsta ári. Áður, eftir hrunið skáru þeir hnann niður um þrjátíu prósent.“

Benedikt sagði íslenska kvikmyndaframleiðendur standa frammi fyrir stórslysi.

„Ef þið getið hjálpað okkur í eftirpartíinu og mjög kurteisilega talað við þá um kvikmyndir, um menningu og talað um íslendingasögurnar. Segið þeim að með okkar vinnu erum við að skapa nýjar sögur. Íslenskar sögur, norskar sögur, danskar sögur. Þó þær séu ekki skrifaðar á skinn heldur filmu. Þið getið einnig útskýrt fyrir þeim að til að skrifa íslenska sögu þurfi skinn til að skrifa á og til að fá skinn þurfi að drepa kú.“

Benedikt sagði að það gæti orðið skemmtilegt samtal og þakkaði fyrir sig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×