Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Trúnaðarbrot lykilstarfsmanns í Seðlabankanum fyrndist fyrir sex árum - hann greindi eiginkonu sinni frá stöðu hagkerfisins áður en neyðarlög voru sett. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en mikil óvissa er um framtíð starfsmannsins hjá Seðlabankanum þar sem hann vinnur enn.

Í fréttatíma kvöldsins greinum einnig frá helstu niðurstöðum og ályktunum í hagspá ASÍ fyrir næstu ár en kemur fram að efnamestu tíu prósent þjóðarinnar eiga tvo þriðju af öllum eignum landsins. Á sama tíma eru líkur á örum hagvexti á komandi misserum.

Þá greinum við einnig frá því að mikil aukning hefur orðið í framboði vændis í Reykjavíku en lögreglu þar hefur borist á fjórða tug ábendinga um vændisstarfsemi á árinu.

Við verðum í beinni frá Hörpu þar sem lokaæfing fyrir uppsetningu Íslensku óperunnar á Évgení Onegin eftir Tchaikovsky fer fram. Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×