Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, skipti um síma til að geta hljóðritað samtal við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um neyðarlán til Kaupþings. Þetta kemur fram í vitnisburði starfsmanns seðlabankans sem varð vitni að umræddu símtali þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þar segjum við einnig frá því að leikskólastjórar hafa margsinnið fengið símtöl frá vinnuveitendum erlendra foreldra þar sem beðið er um staðfestingu á veikindum barna þeirra. Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna segir aðÍslendingar verði að læra að treysta þeim sem eru af erlendu bergi brotnir.

Þá verðum við í beinni úr óveðrinu en von er á miklum hvelli í kvöld.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×