Sport

Bein útsending: Íslenska crossfit-fólkið í toppbaráttunni á heimsleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja, Sara Sigmunds og Annie Mist eru á meðal glæsilegra fulltrúa Íslands á leikunum.
Katrín Tanja, Sara Sigmunds og Annie Mist eru á meðal glæsilegra fulltrúa Íslands á leikunum. vísir/daníel
Þriðji keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fer fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið er áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár.

Björgvin Karl Guðmundsson er í fjórða sæti í karlaflokki en hjá konunum er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í fjórða sæti og einu sæti á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur.

Önnur grein dagsins af þremur og sú sjötta í keppninni er „Squat Clean Pyramid" en þar er keppt í hnébeygjum með mismundandi þyngd.

Björgvin Karl Guðmundsson hefur 302 stig og er 96 stigum á eftir Mathew Fraser sem er með yfirburðarforystu í keppninni. Björgvin Karl er hinsvegar bara 18 stigum frá öðru sætinu en þar situr Josh Bridges.

Allar íslensku stelpurnar eru inn á topp tuttugu því Annie Mist Þórisdóttir er í sjöunda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er komin upp í 18. sætið.

Sjá einnig:Katrín Tanja aðeins sex sekúndum frá sigri í fyrstu grein dagsins

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er með 348 stig eða 28 stigum meira en Katrín Tanja (320 stig). Ragnheiður Sara er 30 stigum á eftir Samönthu Briggs (378 stig) sem er efst og 14 stigum á eftir Tia-Clair Toomey (362 stig) sem er í öðru sæti.

Annie Mist Þórisdóttir er síðan með 298 stig en hún hefur aðeins fengið samanlagt 66 stig út úr síðustu tveimur greinum eftir að hafa fengið 100 stig fyrir þriðju grein. Þuríður Erla Helgadóttir er síðan með 224 stig.

Bein útsending verður frá keppninni á Youtube-síðu Crossfit Games og verður útsendingin aðgengileg hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×