Innlent

Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða

kolbeinn tumi daðason skrifar
Frá veislu forseta Íslands á Bessastöðum á dögunum.
Frá veislu forseta Íslands á Bessastöðum á dögunum. Vísir/Eyþór
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti á fund Guðna Th. Jóhannessonar á Bessastaði klukkan 16:30 í dag. 

Bjarni hefur fundað með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undanfarna daga. Telja má líklegt að Bjarni muni óska eftir umboði forsetans til að leiða formlegar stjórnarmyndunarviðræður á fundinum.

„Við ætlum að ræða um stöðuna í þessari stjórnarmyndun, og við höfum aðeins átt samtöl í síma um að það hefur orðið eitthvað ágengt í þessum samtölum við Bjarta framtíð og Viðreisn,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtali við Heimi Má Pétursson við komuna á Bessastaði.

„Þá er spurning hvort eigi að færa það yfir á formlegan stað,“ sagði Bjarni. Telja má líklegt að Bjarni ætli að fá umboð til ríkisstjórnarmyndunar. Bjarni sagði viðræður flokkanna þriggja vera komnar lengra en áður.

„Já, en nú ætla ég að fara og eiga orðastað við forsetann. En svo kem ég og get veitt ykkur viðtal á eftir.“



Bjarni ræddi síðan við fjölmiðla eftir fundinn. Þar sagði hann meðal annars að hann reiknaði með því að ríkisstjórn yrði mynduð áður en Alþingi kæmi saman á ný 24. janúar.

Gengið er út frá því í viðræðunum að hann verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×