Innlent

Bein útsending: Áfengisfrumvarpið tekið fyrir á Alþingi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Flutningsmenn frumvarpsins eru bjartsýnir.
Flutningsmenn frumvarpsins eru bjartsýnir. Vísir/GVA
Fyrsta umræða um áfengisfrumvarpið svonefnda fer fram á Alþingi um klukkan 14 í dag. Frumvarpið, sem lagt er fram af níu þingmönnum úr fjórum flokkum, er afar umdeilt en það felur í sér að sala áfengis verði leyfð í verslunum. Hægt er að fylgjast með umræðunum í spilaranum hér fyrir neðan.

Flutningsmenn frumvarpsins eru Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Pawel Bartoszek úr Viðreisn, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson úr Pírötum og Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð.

Þingstyrkur flokkanna fjögurra er samtals 42 þingmenn. Tíu fleiri en þyrfti til þess að ná frumvarpinu í gegn. Hins vegar er ekki hægt að ganga að stuðningi allra þeirra þingmanna sem vísum. Þá lýstu margir þeirra þingmanna sem sitja fyrir hina þrjá flokkana á þingi, Framsókn, Vinstri græn og Samfylkingu, andstöðu við frumvarp sama efnis á síðasta kjörtímabili




Fleiri fréttir

Sjá meira


×