Bauhaus opnar - ekki geymsla fyrir bíla útrásarvíkinga 22. október 2011 18:51 Forsvarsmenn byggingarvöruverslunarinnar Bauhaus telja að loksins sé að rofa til í íslensku efnahagslífi. Þeir stefna að því að opna tuttugu og eitt þúsund fermetra verslun sína hér á landi næsta vor og hafa auglýst eftir starfsfólki. Í Morgunblaðinu í dag auglýsir byggingarvöruverslunin Bauhaus eftir starfsfólki en þrjú ár eru síðan að til stóð að opna verslunina fyrst. Þetta 21 þúsund fermetra verslunarhúsnæði Bauhaus við Vesturlandsveg hefur verið ein af táknmyndum hrunsins. Bygging húsins var langt komin haustið 2008 og til stóð að opna verslunina fyrir lok ársins. Strax eftir hrun ákveðið að slá opnuninni á fresta þegar ljóst var hversu djúp kreppan yrði. Bauhaus er þýskt fyrirtæki og gáfu forsvarsmenn þess það út að þeir hefðu ekki hætt við heldur ætluðu þeir sér einungis að bíða þar til efnahagsástandið batnaði hér á landi. Þeir hafa fylgst vel með ástandinu síðan þá og eftir þriggja ár bið er það mat þeirra að nú sé að rofa til. „Við teljum að efnahagsástandið sé að batna og á næstu einu til tveimur árum eigi það eftir að lagast enn meira," segir Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. Ráða á sextíu til áttatíu starfsmenn og er gert ráð fyrir að starfsemin verði komin í fullan gang næsta vor. „Við erum að tala í fyrsta lagi í apríl, það getur verið apríl eða maí. Við horfum til þess að vertíðin er að byrja þá og margir eru að hugsa um viðhald á húsum, sumarbústöðum og öllu því . Þannig að við teljum þennan tíma vera mjög góðan," segir Halldór Óskar. Húsið hefur staðið autt síðustu þrjú ár en Halldór segir ýmsar sögur hafa verið í gangi á þeim tíma. „Þetta hefur verið bara autt. Það hafa verið ýmsar sögusagnir í gangi varðandi geymslu á útrásarvíkingabílum og fangelsi og að til greina kæmi að flytja þetta í gámum til Evrópu. Þetta voru bara sögusagnir." Hann segir nokkurn rekstarkostnað hafa verið af húsinu þessi ár sem hlaupi á milljónum. Um er að ræða eina stærstu verslun Bauhaus í Evrópu og verða fluttir til landsins á milli þrjú til fjögur hundruð fjörtíu feta gámar af vörum. Halldór segir aldrei hafa verið ætlunin að hætta við. Það var bara spurning hvenær verslunin opnaði. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Forsvarsmenn byggingarvöruverslunarinnar Bauhaus telja að loksins sé að rofa til í íslensku efnahagslífi. Þeir stefna að því að opna tuttugu og eitt þúsund fermetra verslun sína hér á landi næsta vor og hafa auglýst eftir starfsfólki. Í Morgunblaðinu í dag auglýsir byggingarvöruverslunin Bauhaus eftir starfsfólki en þrjú ár eru síðan að til stóð að opna verslunina fyrst. Þetta 21 þúsund fermetra verslunarhúsnæði Bauhaus við Vesturlandsveg hefur verið ein af táknmyndum hrunsins. Bygging húsins var langt komin haustið 2008 og til stóð að opna verslunina fyrir lok ársins. Strax eftir hrun ákveðið að slá opnuninni á fresta þegar ljóst var hversu djúp kreppan yrði. Bauhaus er þýskt fyrirtæki og gáfu forsvarsmenn þess það út að þeir hefðu ekki hætt við heldur ætluðu þeir sér einungis að bíða þar til efnahagsástandið batnaði hér á landi. Þeir hafa fylgst vel með ástandinu síðan þá og eftir þriggja ár bið er það mat þeirra að nú sé að rofa til. „Við teljum að efnahagsástandið sé að batna og á næstu einu til tveimur árum eigi það eftir að lagast enn meira," segir Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. Ráða á sextíu til áttatíu starfsmenn og er gert ráð fyrir að starfsemin verði komin í fullan gang næsta vor. „Við erum að tala í fyrsta lagi í apríl, það getur verið apríl eða maí. Við horfum til þess að vertíðin er að byrja þá og margir eru að hugsa um viðhald á húsum, sumarbústöðum og öllu því . Þannig að við teljum þennan tíma vera mjög góðan," segir Halldór Óskar. Húsið hefur staðið autt síðustu þrjú ár en Halldór segir ýmsar sögur hafa verið í gangi á þeim tíma. „Þetta hefur verið bara autt. Það hafa verið ýmsar sögusagnir í gangi varðandi geymslu á útrásarvíkingabílum og fangelsi og að til greina kæmi að flytja þetta í gámum til Evrópu. Þetta voru bara sögusagnir." Hann segir nokkurn rekstarkostnað hafa verið af húsinu þessi ár sem hlaupi á milljónum. Um er að ræða eina stærstu verslun Bauhaus í Evrópu og verða fluttir til landsins á milli þrjú til fjögur hundruð fjörtíu feta gámar af vörum. Halldór segir aldrei hafa verið ætlunin að hætta við. Það var bara spurning hvenær verslunin opnaði.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira