Viðskipti innlent

Bandaríkin sektuðu Icelandair

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samgönguráðuneytið í Bandaríkjunum sektaði Icelandair um 50 þúsund dali í síðustu viku fyrir að hafa brotið lög um flugsamgöngur og reglur ráðuneytisins um auglýsingar á verði flugferða. Upphæðin samsvarar 6,2 milljónum íslenskra króna.

Þegar neytendur bóka flugferðir eiga þeir rétt á að vita hvert fullt verð flugferðarinnar er, segir Ray LaHood samgönguráðherra í yfirlýsingu á vef samgögnuráðuneytisins. „Við settum reglur um verðauglýsingar til þess að vernda hag neytenda og munum grípa til aðgerða þegar þær eru brotnar," bætti hann við.

Í fyrra auglýsti Icelandair ferðir til Íslands og Evrópu fyrir 429 dali. Upplýsingar um opinberar álögur ofan á farmiðaverðið voru ekki teknar fram á síðunni heldur þurftu neytendur að velja ferð áður en þeir gátu séð hver heildarkostnaðurinn við ferðina var. Samkvæmt reglum ráðuneytisins þarf heildarverðið að liggja fyrir í upphafi og því var gripið til þess ráðs að sekta Icelandair.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×