Innlent

Banaslys í Seyðisfirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Báðar konurnar hafa verið búsettar á Seyðisfirði.
Báðar konurnar hafa verið búsettar á Seyðisfirði.
Ung kona beið bana og önnur slasaðist mjög alvarlega þegar bíll þeirra valt í Seyðisfirði laust fyrir miðnætti.

Þær voru fyrst fluttar með sjúkrabíl til Egilsstaða og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem önnur konan var úrskurðuð látin en hin var lögð inn á gjörgæsludeild Landsspítalans.

Tildrög slyssins liggja ekki fyrir nema hvað bíll þeirra fór út af malarveginum í norðanverðum firðinum í átt að Vestdalseyri. Þar steyptist hann niður tíu metra klettabelti og hafnaði á hjólunum.

Önnur kvennanna kastaðist út úr bílnum á miðri leið en hin sat föst í flakinu og þurftu björgunarmenn að beita klippum til að losa hana, en lögreglu-, slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn tóku átt í björgunaraðgerðum.

Ekki var lífsmark með annarri konunni eftir slysið og báru lífgunaraðgerðir ekki árangur. Báðar konurnar hafa verið búsettar á Seyðisfirði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×