Innlent

Bætur síst of háar - lægstu launin eru skammarlega lág

Karen Kjartansdóttir skrifar

Lágmarkslaun eru samfélaginu og atvinnurekendum til skammar. Þetta segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir forgangsverkefni að hækka lægstu launin og fullt svigrúm sé til þess hjá útflutningsfyrirtækjum.

Eins og oft hefur verið fjallað um í fréttum Stöðvar 2 að undanförnu sýna útreikningar að fólk hefur það oft betra á styrkjum eða bótum en í launaðri vinnu.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í fréttum gær vinnuveitendur greini frá því að fólk komi til þeirra og sýni þeim útreikninga sem sýna að það hafi það betra án vinnu en í vinnu þótt kaupmáttur lægstu launa hafi vaxið mikið undanfarin ár. Telur hann hugsanlegt sé að bætur séu orðnar of háar.

Nafni hans Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir bætur síst of háar, lægstu launin séu hins vegar skammarlega lág. Verkalýðsforustan hafi ekki unnið nægilega vel fyrir láglaunastéttina.

Þá segir Vilhjálmur mikilvægt að láta reikna út lágmarksframfærslustuðul þannig ráðamenn, atvinnurekendur og aðrir hafi lágmarkstilfinningu fyrir því hvað þurfi til að komast af.




Tengdar fréttir

Segir bætur hugsanlega orðnar of háar

Atvinnurekendur greina æ oftar frá því að fólk leggi fram útreikninga sem sýna að að það hafi það betra á bótum en í vinnu. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir hugsanlegt að bætur séu orðnar of háar.

Guðbjartur Hannesson: Það lifir enginn á lágmarkslaunum

Það lifir enginn á lágmarkslaunum á Íslandi segir Guðbjartur Hannesson, félagsmálaráðherra. Hann segir nauðsynlegt að hækka lægstu laun til að fólk hafi einhvern hvata af því að vinna frekar en að þiggja bætur. Lágmarkslaun fyrir fulla vinnu á Íslandi eru 165 þúsund krónur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×