Innlent

Austurstræti verður göngugata - framkvæmdir hafnar

Framkvæmdir eru hafnar við að breyta Austurstræti, milli Lækjargötu og Pósthússtrætis, í göngugötu. Ásýnd strætisins breytist nokkuð því grænu stálpollarnir sem liggja eftir endilöngu strætinu við núverandi bílastæði verða fjarlægðir og skapast þar svigrúm fyrir mannlífið í götunni. Trén í götunni verða þar áfram. Við Lækjargötu verður lokað fyrir umferð inn í Austurstræti og járnhliðið sem þar stendur verður fjarlægt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Ný hellulögn ásamt snjóbræðslu kemur fyrir framan endurgerðu húsin Austurstræti 22 og Lækjargötu 2. Þá verður hellulögnin á gatnamótum Austurstrætis og Lækjargötu endurnýjuð, en þar hefur bílaumferð markað djúpar lægðir í götuna.

Meðan unnið verður við gatnamótin verður þeim haldið opnum fyrir bílaumferð með einni akrein í hvora átt. Endurnýjun gatnamótanna verður lokið fyrir páska, en verklok verksins í heild er 16. maí.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á truflun vegna framkvæmdanna, en eru jafnframt beðnir um að sýna aðgát og virða afmörkun vinnusvæða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×